Komiði sælir hockey áhugamenn. Við í eyjum er á fullu í street-hokkí á sumrin. Til dæmis var haldið hér street-hokkímót í fyrrasumar og tókst það mjög vel, Það komu nokkrir gaurar úr íslenska landsliðinu með annars Jónas Breki og fleiri.
Það var mjög mikill áhugi fyrir þessu og var mæting til fyrirmyndar, þetta var mjög spennandi keppni og skemmtu allir sér konunglega. Við eyjapeyjarnir stóðum okkur með prýði og þess má geta að Hvergerðingur kom og tók þátt í þessu móti með okkur.
Við æfum stíft alltaf þegar veður leyfir en því miður höfum engan þjálfara en samt höfum við náð gífurlegum framförum og áttum alveg góða möguleika á að vinna Jónas Breka og félaga… Þess má geta að við fengum styrk frá bænum uppá 100 þúsund krónur til kaupa á mörkum, en þar á undan höfðum við heimasmíðuð mörk.
Við viljum vita hvort það er mikill áhugi fyrir street-hokkí hér á landi, og hvort það sé hugsanlegt að það sé áhugi fyrir mótum og mótshaldi í sumar. Og þess má geta að Jónas Breki og félagar hans úr landsliðinu sýndu mikinn áhuga á að koma aftur þetta sumar og endurtaka þessa skemmtun.
Og veit einhver hvort Íslandsmótið í street-hokkí sem átti að vera síðasta sumar verði haldið nú í sumar?
Að lokum viljum við hvetja sem flesta til að prófa þessa íþrótt því þetta er hreinasta snilld! og við hvetjum ritsjóra huga til að gefa Hockey sjéns sem áhugamáli á Hugi.is
Kveðja Hockey áhugamenn í Vestmannaeyjum.