Ég var að finna ritgerð sem ég gerði einu sinni um spán og hér á eftir er hluti úr íþróttakafla ritgerðarinnar:
Þjóðaríþrótt Spánverja er nautaat. Það er hættulegur leikur og er í senn mjög umdeildur í mörgum löndum. Fólki finnst það ómannúðlegt vegna þess að leikurinn er ekki búinn fyrr en nautið eða maðurinn er lætur undan. Nautaat er ekki aðeins íþrótt heldur listgrein. Góður nautabani er mjög virtur, frægur og merkur maður á Spáni. En það getur ekki hver sem er leikið nautaat því maðurinn þarf að vera í mjög góðu líkamlegu og andlegur jafnvægi.
Búningurinn í nautaati eru hvít og rauð föt og rauð skikkja sem nautabaninn veifar framan í nautið. Svo er nautabaninn með spjót sem hann reynir að stinga nautið með og drepa það.
Á hverju ári er haldin hátíð á Pamplona á Spáni. Þessi hátíð heitir San Fermin hátíðin. Hún er eldgömul og má rekja til ársins 1591 en hún er haldin árlega frá 6-14 júlí. Þetta er svo vinsæl keppni að íbýatala bæjarins 5faldast meðan á henni stendur!!! Þá eru það helst heimamenn sem taka þátt í keppninni og fá þeir hreinlega bara frí í vinnuni og öll fyrirtæki og búðir loka, en ekki barir og búðir sem selja hvíta hlaupaskó.
En hvað er það sem dregur fólk á hátíðina? Nú það er “encierro” eða nautahlaupið. Á hverjum morgni hátíðarinnar kl 8 er snarbrjáluðum nautum hleypt út á götu í elsta hluta borgarinnar og ofurhugar reyna á manndóm sinn með því að hlaupa undan þeim. Vegalengdin er 1 km. Og endar ferðin inn í nautaatshring. Þeir sem komast lifandi undan og óskaddaðir inn í hringinn berjast við brjálaða kálfa og seinna um kvöldið berjast þjálfaðir nautabanar við hin nautin sex. Fullt af fólki hefur dáið á þessari hátið og tugir manna slasast árlega. En það er ekki alltaf út af nautunum sem fólkið slasast heldur er stytta á Pamplona Plaza sem mörgu drukknu fólki finnst gaman að klifra upp á og láta sig detta niður þar sem einhverjir eru sem ætla að grípa viðkomandi, en það heppnast ekki alltaf, þar sem þeir sem ætla að grípa er oftar en ekki vel í glasi. Og getur útkoman orðið hræðileg, því eins og við vitum er gatan alls ekki mjúk! Hátíðin er ein stór fylleríis hátið, alltaf ástæða til að skála meira…
Reglur í nautahlaupinu:
1. 18 ára aldurstakmark
2. verður að vera mættur fyrir 7:30 annars er ekki hægt að keppa
3. Helst að vera karlkyns, allaveganna að líta út eins og karl
4. Vera klæddur í hvít og rauð föt og vera í góðum hlaupaskóm
5. verður að vera í góðu formi annars er maður að setja sig og aðra í hættu.
6. bannað að ýta við öðrum hlaupurum, beygja fyrir þá eða stoppa.
7. Bannað að hafa eitthvað í höndunum ss hníf eða myndavél
8. Bennað að snerta, stríða eða espa nautið á einhvern hátt á meðan hlaupið er
9. ef þú dettur verður þú að liggja á grúfu, alveg kyrr með hendur yfir höfuðið og bíða þar til nautin eru farin framhjá.
10. Ekki hreyfa við eða hjálpa öðrum sem hafa dottið eða særst, láttu hjálparsveitina um það.
pamplona hlutinn var fenginn úr fókus.
kveðja Kvkhamlet