Ég spila sjálf tennis og er búin að spila í sirka 5-6 ár. Ég hef farið í æfingabúðir í útlöndum þar sem geðveikir spilarar koma frá. Það eru alveg góðir spilarar á Íslandi en allt of fáir. Svo tekur það meira að segja lengri tíma að bæta sig hérna á Íslandi því að það eru svo fáir sem maður getur keppt við og bætt sig með að spila við.
Það eru alveg örugglega fullt af fólki sem finnst þetta vera hommaleg íþrótt, ég hef ekki hugmynd um hvernig hægt er að finnast það. Það eru alveg fullt af “hot” gaurum að spila tennis. Kannski mjög fáir á Íslandi en ég hef kynnst alveg fullt af sætum gaurum í útlöndum í æfingabúðum og þannig. Svo líka ef að maður horfir á leiki í sjónvarpinu (sem þið gerið örugglega ekki) þá getur maður séð hvað þetta er æðisleg íþrótt í raun og veru.
Það eru allt of fáir að spila tennis á Íslandi, ég vona samt að iðkendum muni fjölgas með tímanum. Endilega prufiði þessa íþrótt. Það eru líka æðislegir þjálfarar hérna. Ég mun kannski líka þjálfa í sumar eða eitthvað.
Ég nenni ekki að taka við leiðinlegum kommentum þannig plís skrifiði eitthvað næs eða bara ekki skrifa. Ég er bara að gefa mín álit á þessu þar sem ég er í landsliðinu og ég væri alveg til í að getað spilað við fleira fólk og ég get ekki beðið þangað til þetta verður meira vinsælt (sem myndi taka MÖRG ár því að það eru ennþá geðveikt margir sem vita ekki einu sinni hvað þetta er).
Ég mun fara oftar til útlanda að spila þar til þess að ná betri árangri.
kengúúrúúú-íííís