Mörg orð eru yfir þetta “próf” t.d. píptest, peep test, beep test, pleep test, pacer test, shuttle run test. Margir þjálfarar nota þetta próf og er í flestum skólum (grunnskólum) landsins tekið þetta próf.
Píptest (eins og ég ætla að kalla það í greininni) metur mestu súrefnis upptöku eða lítra af súrefni á mínútu. Hlaupið er á milli í tveggja strika með 20 m. bili og þarf ávallt að snerta línurnar. Spilað er á bandi (eða öðru mögulegu) píp og gefur pípið til kynna hvenær maður þarf að vera kominn yfir (snert strikið hinum meigin). Ef maður er kominn yfir og búinn að snerta strikið og pípið ekki komið má maður ekki byrja hlaupa aftur yfir heldur þarf maður að bíða þar til pípið heyrist og þá má fara aftur af stað. Ef maður nær ekki að halda við hraðann á pípinu (nær ekki að snerta línuna þegar pípið heyrist) er maður “dottin út”.
Eftir nokkur píp kemst maður í level (stig) 2 og svo bætist 3 ferðir við hvert level. Við hvert level er minni tími til að hlaupa yfir og þarf maður að auka hraðann um 0.5 km/klst við hvert level, en byrjað er í 8.5 km/klst. Í píptesti er 23 level sem er hvert 60 sek. að lengd.
Þetta próf er notað mikið. Hermenn og lögreglumenn í ýmsum löndum taka þetta próf gjarnan og er sett lágmarksskilyrði, t.d. er lágmarksskilyrði í breska herinn 10.2.
Dr.LA bjó þetta próf til árið 1982.
Mín skoðun á þessu prófi til að kanna þol manna er að þetta próf er ofmetið. Mér finnst það ganga alltof mikið á andlegan hluta manna en ekki líkamlegan.
Í lokin langaði mig að vita hvað metið ykkar væri? Allavega er mitt 13,6