Ég var að horfa á leik Arsenal og Juve í gær þar sem að þeir fyrrnefndu voru mun betri. Það sem að ég er Juventus aðdáandi þá varð ég alveg vitlaus þegar Arsenal skoraði þriðja markið, ekki útaf því að þeir áttu það ekki skilið eða af því að Bergkamp hafi verið að gera einhveja vitleysu (nice move), heldur útaf því að Arsenal vann boltan fyrir þessa sókn á því að Edgar Davids ætlaði að gefa einfalda tveggja metra sendingu og dómarinn hljóp fyrir hana, Arsenal náði boltanum og þarafleiðandi hraðaupphlaupi, sem leyddi af sér mark.
Þessi dómaramistök gætu orðið mjög dýrkeypt ef svo færi að Arsenal og Juve myndu enda með jafnmörg stig en Arsenal betra markahlutafall.
Reglurnar segja að dómari er hluti af vellinum, er það réttlátt?
Er það viðsættanleg hegðun dómara að hlaupa fyrir sendingar hjá leikmönnum (ég veit að í þessu tilviki gerði hann það samt óvart) og hafa þarafleiðandi svona áhrífamiklan beinan þátt á þróun leiksins.
Það vill til að Arsenal áttu skilið að vinna þennan leik……..