Nú er komið að Triviu 1 á /íþróttir. Ástæðan fyrir því að ég sendi inn spurningarnar sem grein er til þess að vekja athygli af þeim og vonandi koma sem flestum til þess að taka þátt. Mér fannst 1. des kjörin dagsetning til þess að byrja þessa Triviu en ég kem með til að halda hana á 10 daga fresti.
Vinsamlegast notið ekki netið þegar þið svarið þessum spurningum og ekki svara þessari grein heldur senda mér eða HRKrissa svörin. Öllum svörum sem verður póstað hérna sem annarsstaðar verður umsvifalaust hent út. Takk fyrir og njótið vel.
Íþrótta Trivia 1
1. Spurt er um þekktan íþróttamann frá Bandaríkjunum. Hann þjáðist af krabbameini í eistum, heila og og lungum en náði að vinna á sjúkdómnum, nóg er sagt. (1 stig)
2. Hvaða íþróttamaður er þetta og fyrir hvað fékk hann ólympíuverðlaun á seinustu leikum. (2 stig).
Smellið hér til þess að sjá myndina
3. Spurt er um ártal. Tuttugu og þriggja ára gamall svertingji ögrar Hitler með því að vinna ólympíuverðlaun í 100m, 200m, langstökki og í 4x100m boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Berlín. Einnig voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í Þýskalandi sama ár. Þó er ekki talið allt það merkilegasta sem gerðist í þýsku íþróttalífi þetta árið en þýski boxarinn Max Schmeling vann Joe Louis, sem var fyrsta tap Louis á ferlinum. Þess má líka geta að körfuboltasnillingurinn “Wilt the Stilt” Chamberlain fæddist þetta ár. (2 stig fyrir rétt, 1 stig ef þú giskar 5 árum til eða frá)
4. Þetta er Rungrado May Day Stadium, stærsti leikvangur í heimi. Hann er í Asíu, en í hvaða landi? (1stig)
Smellið hér til að sjá myndina.
5. Orðarugl. Nú verður ruglað nafni íslenskrar frjálsíþróttakonu og þú verður að finna út hver það er: Avla Dfótritaslo.
6. Spurt er um sjálfsvarnaríþrótt. Hún kemur frá Japan og er meira en 2500 ára gömul. Ekki er vitað hvernig þessi íþrótt var fundin upp en talið að hún eigi einhverjar rætur að rekja til Kína, þó hún sé talin japönsk. Samúræjar notuðu oft þessa íþrótt í bardögum án vopna frá 8. öld og alveg fram á 16. öld. Um 1850 var þessi íþrótt bönnuð í Japan og var næstum dáin út. Þó var hún aftur leifð hundrað árum síðar og vinsældir jukust en júdó var orðið miklu vinsælla. (1 stig)
7. Spurt er um handboltaþjálfara. Hann hefur þjálfað íslenska landsliði og hefur náð bestum árangri alla þjálfara landsliðsins frá upphafi. Hann tók við liði í 2. deild árið 1995 en kom því strax í fremstu röð. Tíu árum síðar tekur hann aftur við sama liði með mjög góðum árangri. (1 stig)
8. Spurt er um íslenskan boltaíþróttamann og íþróttina sem hann stundar. Stundum er íþróttin spiluð tveir á móti tvemur og stundum einn á móti einum. Notaðir eru spaðar til þess að slá boltan yfir net. En íþróttamaðurinn sem verið að spyrja um hefur unnið yfir 100 íslandsmeistaratitla og hefur einokað þessa íþrótta hérna heima á Íslandi. (2 stig)
9. Að þessu sinni er verið að spyrja um karlmann af frönskum uppruna. Hann er trúlofaður örvæntingarfullri húsmóður og kallar ekki allt ömmu sína. Já, hann er körfuboltamaður og leikur með bandaríska liðinu San Antonio Spurs. (1 stig)
10. Í Formúlu 1 taka þátt kvikindi frá mörgum löndum. Nefndu einn ökumann frá Þýskalandi, einn frá Spáni og einn frá Brasilíu. (2 stig fyrir allt rétt, 1 stig fyrir tvö rétt).
Svör og úrslit verða send inn þann 11. desember.
Takk fyrir mig,
kv. Toggi