Íslenska landsliðið tapaði 3-0 á útivelli á móti Norður-Írum. Írarnir sem höfðu aðeins unnið einn leik til þessa léku sér að okkur í seinni hálfleik og á 12 mínútna kafla röðuðu þeir inn 3 mörkum. Það voru þeir David Healy, Michael Hughes og George McCartney sem skoruðu mörkin.
Einsog oft vill gerast með íslensk landslið (handbolti,karfa..) þegar við toppum í einum leik þá undantekningarlaust skellum við á botninn í þeim næsta.
Margir leikmenn stóðu sig illa en enginn komst með tærnar í augsýn við hælana á Arnari Viðars.. Hann var leikinn grátt nánast undantekningarlaust og ÖLL mörkin komu upp hans kant. Hann gat ekki skilað frá sér boltanum á nokkurn hátt. Hann var “lélegastur” í leiknum á móti tékkum og ég skil bara ekki hvernig hann kemst í landsliðið! Æ, JÁ! Pabbi hans er liðstjóri landsliðsins… KRÆST!
Helgi Sigurðs var líka alveg jafn hrikalegur og á móti Tékkum. Þessi maður getur ekki skorað, þrátt fyrir að hann segist vera besti sóknamaður íslands þessa stundina.
Arnar Grétars hefur líka verið lélegur í öllum leikjum landsliðsins fyrir utan á móti Tékkum. Hann urðu engar breytingar á þessu hjá honum og hvarf hann algjörlega í þessum leik.
Andri sem ég tel vera svona 7 besta sóknarmann íslands og eiga engann veginn heima í landsliðinum (En hefur þó stungið uppí mig með því að skora í 2 leikjum í röð) gat ekki heldur neitt. Hans tími mun koma.. Það verður náttúrulega að vera einhver KR-ingur í liðinu…
Aðrir stóðu sig ágætlega en enginn betur en Eiður Smári.. hann skapaði fullt af færum fyrir sig og aðra uppá eigin spítur…
kv.
cul-de-sac..
Var MJÖG fúll í gær!