Guðni Bergsson Hvað er að gerast???
Hvernig stendur á því að fyrirliði efsta liðsins í einni sterkustu deild evrópu er ekki valinn í hóp Íslenska landsliðsins. Það er fólk slefandi á Teamtalk.com yfir frammistöðu hans gegn Liverpool á mánudagin. Eru rök landsliðsþjálfarans virkilega þau að kappinn sé of gamall eða hvað. Ef svo er eru þau fáranleg. Eða eru rökin þau að hann vilji vera með unga leikmenn í liðinu til að venja þá við landsliðið. Þau rök eru einnig út í hött. Þessir piltar eins og Arnar Þór og fleirri eru að spila í topp liðum og vita alveg út á hvað þetta gengur.

Þannig að þjálfarinn á auðvitað að velja besta landsliðið í hvert skipti.

Pétur, Guðna, Jolla og Hemma í liðið.

ÁFRAM ÍSLAND.