Sæl öll
Ný giskarasíða var að opna á http://giskari.is. Þar hafa yfir 30 menn giskað á úrslit leikja í Símadeildinni í sumar og hefur það gengið svo vel að ákveðið var að opna fyrir leikinn og bæta við Enska boltanum.
Giskað er á öll úrslit leikja. 2 stig fást fyrir rétt úrslit og 1 bónus stig fyrir rétta markatölu.
Síðan er sett upp með það í huga að starfsmenn fyrirtækja eða vinahópar geta rottað sig saman í “hópa”. Þannig verður til einstaklingskeppni innan hóps og keppni milli hópa.
Á mörgum vinnustöðum halda menn utan um alls kyns getraunaleiki fyrir boltann og leggja undir einhverja upphæð í pott. Nú geta menn skráð sig inn á giskari.is og látið vefinn halda utan um leikmenn og stigagjöf. Auk þess er keppt við aðra fyrirtækjahópa.
giskari.is tekur ekkert gjald fyrir þátttöku og sér ekki um nein peningamál hópanna, leikmenn/hóparninr sem leggja undir verða að halda utna um það sjálfir.
Menn geta byrjað strax og hitað upp með því að giska á það sem eftir er af Símadeildinni. Enski boltinn byrjar 18. ágúst.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir Enska boltann.
Kveðja Lepth Sievertzen