Spænski landsliðsmaðurinn Ivan Helguera verður áfram í herbúðum Real Madrid þrátt fyrir að hafa fengið tilboð um betri samning frá erkifjendunum í Barcelona.
Helguera skrifaði í dag undir nýjan samning til 2006 sem færir honum 2.2 milljónir punda í árslaun. Jafnframt er í nýja samningnum hans við Real klausa þar sem kemur fram að önnur félög þurfa að borga Real 55 milljónir punda ef þau vilja ræna honum frá félaginu líkt og Real gerði með Figo í fyrra.
Gamli samningur Helguera gilti til 2004 en eftir frábæra frammistöðu í fyrra fór Helguera fram á kauphækkun sem á tímabili leit ekki út fyrir að hann myndi fá.
En menn hafa náð samningum og gleður það stuðningsmenn Real vafalítið