eins og margir vita er Kristín nýkomin heim frá Aþenu hún vann til gullverðlauna í 100 metra baksundi og silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og setti einnig nokkur íslandsmet. mér finnst skrítið afhverju hu´n fær mun minni athygli en t.d. landsliðið í handbolta þegar þær náðu að komast á ólympíuleikana. í sundi fattlaðra er flokkað eftir getu auðvitað eru þá færri í hverjum flokk en þetta er samt rosalega mikill heiður og mér finnst mjög skrítið að fólk sjái að sundmaður sem er búin að liggur við þræla fyrir þessa leika og ná svo þessum gríðalega árangi sé ekki að fá meiri athygli en þetta. hér fyrir neðan kemur ferill hennar



Kristín Rós Hákonardóttir
Fædd: 18.07 1973
Félag: ÍFR
Keppnisgrein: Sund
Byrjaði að æfa sund: 1982
Þjálfarar: Erlingur Þ. Jóhannsson, Inga Maggý Stefánsdóttir,
Ingi Þór Einarsson og Kristín Guðmundsdóttir
Lýsing á fötlun: Spastísk vinstra megin
Fötlunarflokkur: S7, SB7, SM7 (CpISRA)

Keppnisgreinar í Sydney Besti árangur (50 m braut)
50 m skriðsund (S7) 0:35,96 Íslandsmet
100 m skriðsund (S7) 1:18,97 Íslandsmet
100 m baksund (S7) 1:25,98 Heimsmet
100 m bringusund (SB7) 1:37,44 Heimsmet
200 m fjórsund (SM7) 3:15,16 Heimsmet

Met
Kristín á Íslandsmet í öllum þeim sundgreinum sem keppt er í hennar flokki.
Heimsmet í 25 m braut í 50 og 100 m skriðsundi, 100 og 200 m baksundi og 100 og 200 m bringusundi.

Keppt á alþjóðlegum mótum áður
Fimm sinnum Malmö Open leikarnir í Svíþjóð
Opna Hollenska meistaramótið 1988 (heimsmet í 100 m baksundi)
Ólympíumót fatlaðra í Seoul 1988 (heimsmet í 100 m baksundi)
Norðurlandameistaramót Íslandi, 1989 (2 silfur)
Opna sænska meistaramótið 1990
Heimsmeistaramót fatlaðra í Assen 1990 (1 gull, 1 silfur, 2 brons)
Norðurlandameistaramót Noregi, 1991 (1 silfur, 1 brons)
Evrópumeistaramót fatlaðra í Barcelona 1991 (2 brons)
Opna hollenska meistaramótið 1992
Ólympíumót fatlaðra í Barcelona 1992 (1 silfur, 1 brons)
Norðurlandameistaramót Svíþjóð, 1993 (1 gull, 1 silfur, 2 brons)
Opna sænska meistaramótið 1994 (4 gull, 1 silfur)
Heimsmeistaramót fatlaðra á Möltu 1994 (1 silfur, 2 brons)
Norðurlandameistaramót Danmörk, 1995 (2 gull, 2 silfur)
Evrópumeistaramót fatlaðra í Frakklandi 1995 (3 gull =3 heimsmet, 1 silfur)
Opna hollenska meistaramótið 1996 (5 gull)
Ólympíumót fatlaðra í Atlanta 1996 (3 gull = 3 heimsmet og ÓL met, 1 brons)
Norðurlandameistaramót Finnlandi, 1997 (4 gull)
Evrópumeistamót fatlaðra í Badajoz, Spáni 1997 (4 gull)
Opna breska meistaramótið 1998 (3 gull)
Heimsmeistaramót fatlaðra Nýja Sjálandi (2 gull, 1 silfur)
Opna breska meistaramótið 1999 (5 gull, 1 heimsmet)
Evrópumeistarmót fatlaðra í Braunsweig 1999, Þýskalandi (4 gull, 1 silfur)
Opna Norðurlandamótið 2000 í Greve Danmörku, (4 gull, 1 heimsmet)

Aðrar viðurkenningar
Afreksbikar Íþróttafélags Fatlaðra í Reykjavík (ÍFR)
Afreksskjöldur ÍF 1996
Íþróttamaður ÍFR 1994, 1996 og 1997
Íþróttamaður ÍF 1995, 1996, 1997, 1998 og 1999
Sund rokkar!!