Lyftingar - Byrjendanámskeið Lyftingadeild Ármanns er að fara af stað með byrjendanámskeið í Ólympískum Lyftingum. Þjálfari er hinn nafntogaði lyftingamaður og Ólympíufari, Guðmundur Sigurðsson.

Ólympískar Lyftingar er íþróttagrein sem er samblanda styrks, snerpu, tækni og liðleika.

Ólympískar Lyftingar samanstanda af tveimur keppnisgreinum, Snörun og Jafnhending.

Í Snörun er þyngd lyft yfir höfuð í einum áfanga og staðið upp með þyngdina, notast er við vítt grip á stöng.

Í Jafnhendingu er þyngd lyft yfir höfuð í tveimur áföngum, fyrst á axlir og staðið upp með þyngdina, svo yfir höfuð. Notast er við þrengra grip á stöng.

Hér má sjá hreyfimyndir af þessum tveimur greinum,

Snörun:
http://www.angelfire.com/falcon/naddi/snorun.html

Jafnhending:
http://www.angelfire.com/falcon/naddi/Jafnhottun.html

Stefnt er á að námskeiðið byrji mánudaginn 20. sept. en æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17:00 - 18:30. Námskeiðið stendur fram að jólum.

Um þessar mundir er þónokkur uppsveifla í Lyftingum á Íslandi og viljum við að sem flestir taki þátt í því með okkur. Mikilvægt er að taka fram að það er ekkert skilyrði að menn hafi bakgrunn í öðrum íþróttum eða slíku, allir eru velkomnir sama hvernig formi þeir eru í. Einnig er ástæða til að hvetja kvenfólk sérstaklega til að mæta, það hefur ekki verið mikið um kvenkyns lyftingamenn í gegnum tíðina.

Fyrir nánari upplýsingar hvet ég fólk til að hafa samband við mig hér með því að senda mér skilaboð.

Virðingarfyllst f.h. Stjórnar Lyftingadeildar Ármanns,

Ármann Dan Árnason, Formaður
Jón Pétur Jóelsson, Ritari
Þorgeir Ragnarsson, Gjaldkeri