Nú er tour de France 2004 lokið og þetta var mjög skemmtileg keppni en þar sem það eru ekkert alltof margir Íslendingar sem fylgjast með hjólreiðakeppnum sá ég mér þann kost vænstan að kynna ykkur fyrir þessarri ”formúlu„ hjólreiðanna. Keppnin segir sig nokkurn veginn sjálft með nafninu þetta er bara hjólreiðakeppni hringinn kringum Frakkland. Hringurinn skiptist í 20 dagleiðir og fá 21 lið með 9 keppendum í hverju liði eða samtals 189 keppendur að taka þátt.

Innan keppninarinnar eru 5 mismunandi keppnir eða treyjur eins og þeir kjósa að kalla það. Aðal keppnin snýst auðvitað um gulu treyjuna (hver fer á stystum tíma samanlagt alla keppnina) en svo eru líka: græna treyjan (sprinters cup, veit ekki hvernig á að þýða þetta á Íslensku), rauð doppótta treyjan (fjallaklifrarinn), hvítu treyjuna (besti ungi keppandinn) og svo liðakeppnin.

Gula treyjan: Keppnin um gulutrejyna virtist ætla að verða spennandi þegar Thomas Voeckler náði forustunni á 5. dagsleið og helt henni allt að þeirri 15. þegar Lance Armstrong sem hefur unnið tourinn sex sinnum í röð núna náði henni en Voeckler náði mest 10 minátna forustu á hann. Jan Ullrich sem var fyrirfram búist við að yrði harðasti keppinautur Armstrong stóðst ekki undir væntingum og varð í fjórða sæti

Staðan:
1. Lance Armstrong (BNA)(USP) 83:36:02.0
2. Andreas Klöden (ÞÝS)(TMO) +00:06:19.0
3. Ivan Basso (ÍTA)(CSC) +00:06:40.0

Græna Treyjan: Í keppninni um grænu treyjuna fá menn stig fyrir að koma í efstu sætunum svo ef maður vann nokkrar dagsleiðir og var oft í topp tíu átti maður góða möguleika. Þessi keppni var æsispennandi alveg framm í blálokin en hún stóð aðallega milli Ástralíumannsins Robbie McEwen og Normannsins Thor Hushovd. Svo fór að McEwen vann Hushovd með yfirburðum á seinustu dagsleið.

1. Robbie McEwen (AUS)(LOT) 272
2. Thor Hushovd (NOR)(C.A.) 247
3. Erik Zabel (GER)(TMO) 245

Rauðdoppótta treyjan: Þessi keppni var í raun aldrei spennandi því Richard Virenque “konungur fjallanna” rústaði henni og enginn komst nálægt honum.

1. Richard Virenque (FRA)(QSD) 226
2. Lance Armstrong (BNA)(USP) 172
3. Mikael Rassmussen (DAN)(RAB) 119

Hvíta treyjan: Eins í keppninni um gulu treyjuna virtist Thomas Voeckler ætla að næla sér í hana en hann stóð sig illa á seinustu dagsleiðunum og varð að lúta í lægra haldi gegn rússanum Vladimir Karpets.

1. Vladimir Karpets (RÚS)(IBB) 84:01:13.0
2. Sandy Casar (FRA)(FDJ) +00:03:42.0
3. Thomas Voeckler (FRA)(BLB) +00:06:01.1

Liðakeppnin: Hún stóð aðallega milli US postal sem er lið Lance Armstrong og T-Mobile lið Jans Urllich en T-Mobile náði að lokum tveggja mínánta sigri.

1. T-Mobile (GER) 248:58:43.0
2. US Postal (BNA) +00:02:42.0
3. CSC (DAN) +00:10:33.0

Liðin í ár voru: T-Mobile, US Postal, CSC, ILLES BALEARS , QUICK STEP - DAVITAMON, PHONAK, RABOBANK, CREDIT AGRICOLE, BRIOCHES LA BOULANGERE, EUSKALTEL, SAECO , AG2R PREVOYANCE, LIBERTY SEGUROS, GEROLSTEINER, LOTTO - DOMO, FDJEUX.COM, ALESSIO - BIANCHI, FASSA BORTOLO, COFIDIS, DOMINA, R.A.G.T.

Heimildir: http://www.eurosport.com/home