If dolphins are so smart, how come they live in igloos?
EM á RÚV
jæja, var að klára að horfa á fyrsta leikinn á EM í boði RÚV. ég verð að segja að öll umgjörðin í kringum EM á RÚV er til fyrirmyndar (fyrir utan að þeir virðast ekki getað fundið íþróttafréttamenn á sama kalíber og sýn er með). eitt stakk mig rosalega í augun og langar mig rosalega til að reyna að fá RÚV til þess að redda þessu sem allra fyrst, það er að þegar leikur er í gangi er algjört möst að hafa leikklukkuna og stöðuna einhversstaðar á skjánum. ég kom inn í leikinn aðeins of seint og þurfti að horfa á leikinn í þónokkrar mínotur áður en ég vissi almennilega hvað var að gerast. þessi fjarvera eins mikilvægs atriðis af skjánum minnir mig einmitt á enska boltann þegar RÚV var með hann, aldrei nokkur tímann gátu þeir drullast til að vera með stöðuna eða tímann uppá skjánum. þetta er alls ekki svo flókið mál að henda upp á skjáinn (ég trúi því ekki ef svo er) og víst að stöðin sem er að senda okkur leikinn ætlar að hafa þetta svona finnst mér að RÚV ætti að redda þessu sem allra fyrst eins og ég sagði. svo gæti náttúrulega verið að ég sé bara einn um þetta, er það?