Uppáhaldsliðið mitt í serie A er Parma. Klúbburinn er ungur að árum stofnaður 1968 og staðsettur á N-Ítalíu. Fyrstu 20 árin eða svo voru þeir bara smálið og flökkuðu á milli serie C og D. En um miðjan níunda áratuginn keypti Stefano Tanzi liðið. Hann var með eitt skýrt markmið, að gera liðið að stórveldi á heimsmælikvarða. Tanzi setti talsvert fjármagn í liðið og það skilaði liðinu beint upp í serie A. Í upphafi tíunda áratugarins voru klassaleikmenn hjá Parma eins og Asprilla, Brolin, Minotti, Grun, Bucci, Bernarivo(sem er reyndar enn hjá liðinu). Þjálfari á þessum tíma var hinn geðþekki Nevio Scala og hann varð frægur fyrir það að kaupa ódýra leikmenn til Parma og selja þá svo rándýrt til stóru liðanna. Þessi aðferð hefur einkennt Parma í gegnum árin. Fyrsti titillinn kom 1992 þegar Parmastrákarnir hirtu ítalska bikarinn og í kjölfarið fylgdi glæsilegur sigur í UEFA cup með Brolin, Asprilla, Melli og fyrirliðan Minotti fremsta í flokki. Á þessum tíma var Parma orðið eitt af stóru liðunum á Ítalíu, þeim gekk vel í deildinni og voru ávallt í titlabaráttu. Parma náði reyndar ekki að verja UEFA bikarinn því Arsenal vann þá 1-0 í úrslitunum 1994. Sumarið 1994 styrkti Parma sig verulega þeir ætluðu að velta Milan og Juve úr sessi sem bestu lið landsins og Evrópu. Tveir ungir guttar voru fengnir, Cannavaro fyrir lítinn pening og svo kom ungur og efnilegur narkvörður upp úr unglingaliðinu og hét hann Gianlugi Buffon og átti hann að vera varamaður fyrir hinn snjalla Bucci. Einnig kom galdramaðurinn Zola frá Napoli, Stoichkov frá Barca Dino Baggio frá Juve og Couto frá Porto. Þessi mannskapur var ótrúlegur og valinn maður í hverju rúmi en eitthvað vantaði upp á og þeir máttu sætta sig við 3 sætið á eftir Juve og Lazio. En vonbrigðin höfðu engin áhrif á Parmastrákanna í úrslitaleik UEFA cup þar sem þeir rúlluðu upp Ítalíu meisturum Juventus, og var gaman að sjá Dino Baggio fara á kostum gegn sínum gömlu félögum. Á næstu árum héldu Scala og Tanzi að þróa liðið til betri vegar. Þeir keyptu ódýra leikmenn og gerðu þá að stórstjörnum til dæmis Nestor Sensini, Hernan Crespo, Buffon, Fiore, Veron, Stanic og Asprilla. En undir lok tíunda áratugarins fór aðeins að halla undir fæti. 1997 fór Nevio Scala til Dordmund og á næstu árum voru ansi misjafnir þjálfarar hjá liðinu t.d. Ancelotti og Malesani. Reyndar varð Parma UEFA meistari 1999 eftir sigur á Marseille. En Parmaliðinu hefur ávallt skort herslumun til að verða Ítalíumeistari. Þó að þeir séu ekki meistara kandítatar í ár eru þeir með marga unga og efnilega leikmenn á sínum snærum til dæmis Bonera, Gilardino Blasi, Ferrari og Adriano. Einnig eru góðir og reynslumeiri leikmenn eins og Junior, Morfeo, Nakata og hinn frábæri markvörður Sebasian Frey.
Í lokin gerði ég lista yfir bestu Parma leikmenn sögunnar og það er eftirtektarvert hvað það eru margir sem hafa farið fyrir mikinn pening.
Markmenn
Frey, Buffon, Bucci, Taffarel
Varnarmenn
Apolloni, Mussi, Cannavaro, Thuram, Junior, Sensini, Bernarivo, Ferrari, Bonera, Couto, Minotti, Grun
Miðjumenn
Veron, Brolin, Almeyda, Fuser, Fiore, Nakata, Blomqvist, Baggio, Crippa, Lamouchi, Micoud, Sousa, Stanic
Sóknarmenn
Stoichkov, Amorouso, Melli, Asprilla, Di Vaio, Chiesa, Crespo, Milosevic, Balbo, Zola, Sukur, Mutu, Ortega, Adriano, Gilardino
Þess má geta að þetta var mín fyrsta grein á þessari síðu og gaman væri að fá gagnrýni.
FORZA PARMA OG ÍTALSKA BOLTANN AFTUR Á SÝN