Góðan dag hugarar góðir, í þessari grein ætla ég að nöldra um dáldið sem að þyrfti að bæta með huga.
Það vill svo til að ég ætlaði að gá hvað væri síðan með faxaflóamótið fyrir 4 flokk, því að ég sjálfur er í HK og við erum að vinna og mig langaði að skoða stöðuna, en hvergi gat ég fundð vefinn, þannig að ég fór á leit.is, ég varð engu vísari þannig, þannig að ég ákvað að leitast til á huga.is, ætlaði á fótbolta áhugamálið, en það var ekkert fótboltaáhugamál, bara símadeildin, ítalska deildin og enska deildin og eitthvað í þá áttina.
Og núna eftir þetta varð ég í dálitlu sjokki að það var ekki til fótboltaáhugamál en þessi 3 hin, fótbolti er vinsælasta írþótt í heimi, og að mínu mati ætti að vera áhugamál um það, á áhugamálinu væri hægt að segja frá fótboltaferli manns, segja frá skemmtilegum leikjum, skemmtilegum taktíkum fyrir þá sem að eru að þjálfa, segja frá heimskum dómurum og fleira.
Eru einhverjir sem að styðja mig með þetta áhugamál, endilega segja frá því í áliti.