Góðan daginn hugar
Í næstu vikur verður haldið 6 daga opið knattspyrnumót á Ingólfstorgi í Reykjavík þar sem fyrst mun fara fram riðlakeppni og að lokum úrslitakeppni. Sýnt verður frá þessu móti en ekki er búið að taka ákvörðun um hvort sýnt verður beint frá úrslitaleikjum mótsins eða ekki.
Reykjavíkurborg hefur lagt blessun sína yfir mótið sem verður með því sniði að spilað er í 4 manna liðum, 3 og 3 inn á í einu og er mótið öllum opið 18 ára og eldri. Þáttökugjald á hvern keppanda er áætlaðar 1500 krónur og mun þáttökugjaldið verða greitt út í lok mótsins sem verðlaunafé til sigurliðsins. Auk þess sem Flugleiðir gefa ferðavinninga. Mótið hefst mánudaginn 14. Júlí og stendur til 19. Júlí. Heildarleiktími á hverjum degi eru 3 tímar í senn en hver leikur tekur um 10 min.
Skipuleggjendur mótsins hafa fengið dómara frá KSÍ til að dæma í mótinu og verður þetta að öllum líkindum hin besta skemmtun fyrir gesti á Ingólfstorgi
Fyrirkomulagið á mótinu verður þannig;
Í hverju liði eru 3 lið, spilaðar eru 2 umferðir í hverjum riðli og komast efri 2 liðin áfram í 24 liða útsláttarkeppni. 4 riðlar koma þá til með að kljást á hverjum degi.
Á fimmtudegi byrjar útsláttarkeppnin.
Á föstudegi eigast svo við þau þau 12 lið, sem eftir standa
Á laugardegi er tvöfaldur dagur þar sem síðustu 6 liðin verða aftur sett upp í riðil og kljást þá um sigurverðlaunin í 2 umferðum.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að skrá lið sín í síma 897 2332, en þáttökugjald greiðist í miðri næstu viku.
Kær Kveðja
Fótboltanefnd Ingólfstorgs