Ég skrifanði ritgerð um ólymíuleikana fyrir stuttu og langar að fræða fólk um ólympíuleikana



Ólympíuleikarnir



Ólympíule ikarnir hefur verið stærsti íþróttaviðburður í tímans rás enn hvar og hvernær byrjaði þetta og hvað var þetta í upphafi? Til að svara þessari spurningu verðum við af fara aftur í tímann.

Við erum í hinu forna Grikkalandi árið 776 f.kr í borginni Ólympíu íbúar hinna mörgu borgarríkja hafa sent sína fremstu íþróttagarpa til borgarinnar. Byggður hefur verið stórkostlegur íþróttaleikvangar ásamt hofum og er talið að fyrstu eiginlegu Ólympíuleikarnir hafi þarna farið fram.
Þessir leikar snérust ekki eingöngu um íþróttir heldur var þetta trúarhátíð til heiðurs Seifi sem var æðsti guðinn í Grikkalandi. Þrátt fyrir að borgarríkin væru ekki fjölmenn komu allt að 45 þúsund manns að talið er til að fylgjast með og gátu þeir allir verið á sama tíma á ólympíuleikvanginum. Einungis karlmenn máttu keppa og konum var meinaður aðgangur að leikunum því keppendur kepptu naktir. Eftir því sem árin liðu fjölgaði keppnisgreinum og leikarnir urðu einskonar þjóðarleikar eða þar sem íbúar borgríkjanna reyndu með sér í margvíslegum íþróttum. Helstu greinar auk kapphlaup; glíma, hnefaleikar, kringlukast, spjótkast, langstökk, fimmtarþraut og kappakstur fereykisvagna.

Fjölmargar sögur eru til af sigurvegurum á Ólympíuleikum og voru Grikkir iðnir við að búa til mikar sögur. Þeir voru hetjur í sínum heimasvæðum og nutu ýmissa fríðinda vegna afreka sinna. Það er ekki skrýtið því Grikkir lögðu alla tíð mikið uppúr líkamshreysti, sem varð höfðuðdyggð í mörgum borgríkjum og hefur Sparta á miðjum Pelópsskaga verið þar oftast nefnd til sögunnar. En hjá flestum forn- Grikkjum var hreysti nauðsynlegur þáttur í uppeldi og daglegu lífi þar sem hún tvinnaðist saman við ýmsa aðra uppeldisþætti í heilsteyptum einstaklingi. Sigurvegarnir fengu engin önnur verðlaun en krans af helguðum ólympíuviði, en mestu skipti að þeir vörpuðu ljóma hver á sitt borgaríki sem þeir komu frá. Heima í borg sinni fengu þeir oft annars konar verðlaun t.d. ókeypis fæði frá borginni það sem þeir áttu eftir ólifað. Metnaður borganna og löngun þeirra til að geta státað af sem flestum sigurvegurum var mikill.
Ýmsar erjur sem ríktu á milli á borgaríkja voru lagðar af á meðan á leikunum stóð og má segja að friðarboðskapur ólympíuhreyfingar nútímans eigi rætur til þessa tíma. Síðan var haldið einhverskonar helgihald í tvær vikur eftir leikanna. Fólk kom hvaðanæva að úr Grikklandi, einkum framámenn hvers konar og því var kjörið tækifæri til þess að setja niður deilur á slíkum stað, enda voru oft gerðir þar friðarsamningar þannig að í raun var þetta líka einskonar Alþingi líkt og haldið var hér mörg hundruðum árum síðar. Olympíuleikarnir urðu því allt í senn trúarhátíð, markaður, íþróttaleikar og tækifæri til að hitta þá sem erjur höfðu staðið við og sættast til friðar.



Ólympíuleikar að fornu fóru fram í júlí fjórða hvert ár (ein “olympíaða”) og stóðu þeir yfir í viku. Ólympíuleikarnir voru haldnir í 1100 ár enn síðustu leikarnir að fornu voru haldnir árið 393 e. Kr. en eftir það voru þeir bannaðir, einkum vegna tengsla þeirra við heiðna trú. Byggingarnar enduðu í niðurníðslu og hof Seifs hrundi loks árið 426. Í kjölfarið fylgdu flóð og jarðskjálftar, sem máðu út flest ummerki eftir þessa merkustu íþróttahátíð fyrr á tímum. .
Árið 1887 hefur baróninn Pierre de Coubertin, þá 24 ára gamall, baráttu sína fyrir endurvakningu Ólympíuleikanna. Á alþjóðaráðstefnu 1894 var ákveðið að hrinda hugmynd hans í framkvæmd og Alþjóða Ólympíuráðið var stofnað. Fyrstu Ólympíuleikar nútímans voru síðan haldnir í Aþenu 1896 með þátttöku 300 keppenda frá 13 þjóðlöndum.