Þegar að leiktímabilið byrjaði var ég viss um að mitt lið Minnesota Vikings mundi allavegana komast í úrslitakeppnina, einnig hafði ég mikla trú á Rams þar sem að þeir virðast vera búnir að byggja upp lið sem á að endast í nokkurn tíma með Warner og Faulk sem leiða liðið.

Superbowl meistarar síðasta árs, Patriots voru að mínu mati ekki með neitt sérstakt lið en samt urðu þeir meistarar en reyndar var það yfirleitt með sparki á síðustu sekúndunni, reyndar voru þeir með Bledsoe en núna er hann hjá Bills og er að brillera þar, þar sem hann spilaði ekki neitt með Patriots í fyrra.
Liðið sem ég spáði sigri núna í ár voru Eagles, þeir eru með 1 besta liðið í deildinni og spái ég því þeim sigri. Reyndar er McNabb meiddur en vonandi verður hann tilbúinn í slaginn þegar að úrslitakeppnin hefst fyrir alvöru.
Green Bay, hafa staðið sig alveg rosalega vel þetta ár, þeir eru með frábæra sókn sem að Brett Favre stýrir, satt að segja var ég farinn að halda að Brett Favre væri farinn að dala en hann er betri sem aldrei fyrr. Í austurdeildinni munu Raiders spila til úrslita við Tennesee eða Pittsburg sem er með alveg rosalega vörn.

Ég spái því að Bengals komist ekki í úrslitin næstu árin þar sem að þeir eru með vægast sagt lélegt lið, reyndar unnu þeir 22 des sinn annan leik en það er hrikalegt að sjá svona lið spila. Ég vona innilega að Hörður Magnúson lýsi ekki næsta leik þarsem hann hefur voðalega lítið vit á þessu, hann er bara þarna til að kjafta og var miklu betra að hafa gaurinn sem er ennþá í mútum. :)

Ég vona að einhverjir svari þessu af einhverri alvöru en byrji ekki að rakka niður amerískan fótbolta.
Harkan…