Annað árið í röð hafa samtök evrópskra íþróttafréttamanna útnefnt Michael Schumacher, ökuþór Ferrari, íþróttamann ársins í Evrópu. Er þetta og í þriðja sinn sem hann vinnur sæmdarheitið.
Schumacher hafði mikla yfirburði á aðra afreksmenn í kjörinu, ekki minni en í keppninni í Formúlu-1 í ár er hann vann heimsmeistaratitill ökuþóra í fimmta sinn.
Hlaut Schumacher þannig 62 stig en skíðagarpurinn Ole Einar Bjorndalen, sem kom honum næstur, hlaut 40 stig. Auk þess að hljóta sæmdarheitið í ár og í fyrra var hann einnig útnefndur íþróttamaður Evrópu árið 1994 er hann var heimsmeistari í fyrsta sinn.
Í kvennaflokki var fjórfaldur heimsmeistari í alpagreinum á skíðum, króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic, hlutskörpust en rétt á eftir henni varð breska hlauapdrottningin Paula Radcliffe, sem m.a. setti heimsmet í maraþonhlaupi á árinu.