Síðustu daga hef ég verið að hlusta á þennan disk, ég vissi lítið sem ekkert um þessa hljómsveit en hafði séð þá einu sinni á tónleikum og man að þeir komu frekar vel fyrir á sviðinu, þetta var úldinn rigningardagur og spilað var til styrktar hreyfingu gegn hungursneið barna í heiminum á Lækjartorginu.
Diskurinn er góð frumraun, hressandi, framandi rokk með jazz ívafi, með betri diskum sem ég hef heyrt á þessu ári.

01 - Offend the censors
Diskurinn byrjar með krafti á þessu lagi, ég elska gítarspilið sem kemur fyrst fyrir á 34. sekúndu í laginu. Gott lag! Fær mig strax til að kinka kolli í takt.

02 - Scorpions
Ég tók einhvernvegin strax eftir trommunum í þessu lagi, þær sækja fram einhverjar minningar, af einhverju sem mér fannst mjög kúl einhvertíma. Þetta lag náði mér þó ekki eins fljótt og það fyrra. Minnir mig á svona gamla Sonic eða Megaman leiki….

03 - Undanrenna
Rólegheit, seiðandi hrystur byrtast og hljómborðs rödd. Ágætt að hafa svona lag! Samt skippa ég oftast yfir þetta lag.

04 - Röntgenkona
Kúl gítarleikur, minnir mig á ekta Europe-gítarsóló á köflum. Breytir svo smá um gír eftir smá stopp. Endar svo með smá sóló gítar. Ágætis afgreiðsla.

05 - Baby, do you want to take a ride ?
Eina lagið sem er sungið reglulega í, og mér finnst þetta algjör snilld. Gerir mikið fyrir mig! Bassinn kemur með næs krúsídúllur sem passa 100% og eykur ánægju mína á að hlusta á lagið. Girnilegt lag!

06 – Angistaraugu slátrarans
Meiri rólegheit, þessi rólegheit finnst mér þó betur heppnuð en Undanrenna, reyndar finnst mér þetta lag eitt það besta á disknum, ég finn fyrir smá svona “egypt-style” á köflum í laginu sem er kúl. Hugleiðslulegt í fyrri gírnum, en breytir svo um gír þegar bassi heldur einn áfram, þá fer að færast aðeins meira líf í leikinn og brátt byrjar gítarinn með svona skot ásamt snerli trommarans, sem mér finnst endalaust skemmtileg. Snilld.

07 - Megathunder
Nafnið á laginu náði mér fljótt og mér fannst girnilegt að fara að hlusta á það, en ég fékk ekki það sem ég vonaðist eftir, megathunder lagi. Gítarspilið er þó nokk grípandi í byrjun og þegar bassinn kemur með, en ekki allveg mitt.

08 – Ógleði
Flott lag! Nær mér strax og sett er í gang. Kúl taktpælingar og gítarkrúsídúllur í sólóunum, feedbackið sem flýtur með gerir líka mikið fyrir mig.

09 – Klakar & krabbar
Töff gítar í þessu lagi, byrjar svona loose gítar í góðum jazz fíling, smá madness á köflum sem er geðveikt! Skemmtilegt mikið.

10 – Minningar frá 17. borði
Dýrlegt! Uppáhalds lagið mitt á disknum, léttur fílingur sem nær mér strax. Bösta sjálfan mig alltaf að vera að dilla bossanum. Allt smellur.

Þessi diskur er frábær, gott instrumental með einu lagi með söng. Góður trommari, finn svona FÍH menntað bragð af gíturunum og bassanum, allavega jazz áhrif oft. Isidor er orðið númer í mínum huga með þessum skemmtilega disk.

Kveðja
Gunnar krúsídúlla