Magnyl frá Botnleðju (1998) Það þarf varla að kynna lýðnum fyrir Botnleðju en um er þá að ræða eina bestu rokksveit Íslands. Eftir Músíktilraunir kom platan “Drullumall” sem lofaði drengjunum frá Hafnarfirði góðu, mikil hamingja og pönk þar á ferð. Svo seinna kom “Fólk er fífl”, aðeins vandaðri og meiri pælingar í gangi þar (greinilega mikill peningur þar á ferð). Svo um Október 1998 komu Botnleðja aftur og gáfu út þeirra bestu plötu, Magnyl.

Heiðar - Gítar, söngur
Ragnar - bassi
Haraldur - Trommur
Kristinn - Hljómborð/Synthar (gerði einnig plötucoverið)
Hljóðvinnsla - Ken Thomas og Rafn Jónsson

Trakklistinn er eftirfarandi:
Rassgata 51
ég drukkna hér
flug 666
ólyst
lofthæna
rohypnol
hentu í mig aur
sjónvarpssnjór
text það lagið
sónn
dagur eitt
eins og alltaf
tímasóun

Þegar talað er um góðar plötur frá íslenskum höfundum dettur mér Magnyl oftast fyrst í hug og fer hún auðveldlega í minn topp 5 lista yfir bestu plötur sem ég hef hlustað á. Þessi plata er gallalaus, fullkomin og gæti ekki á nokkurn hátt verið betri.

Já, við erum að tala um rokkplötu, platan er öll frá hörðum, hröðum rokklögum eins og Rassgata 51, flug 666, eins og alltaf og Dagur 1. Hinsvegar eru lög eins og Sónn, ég drukkna hér og Hentu í mig aur með aðeins meiri pælingum og eru mikið í melódískari kantinum og teljast jafnvel sem bestu lög plötunar. Lag sem stendur hinsvegar mjög útúr er seinasta lag plötunar, Tímasóun. Lagið sem mér finnst alveg ótrúlega vel gert þótt hin séu ekkert síðri. Byrjar vel og rólega, seinna kemur fiðla sem klikkar aldrei þegar það kemur að rokktónlist. Og lagið klárast á einhverjum klikkuðum kafla þar sem allt er sett í botn og rokkað feitast… ójá, allir ættu að vita að það ER besta leið til að enda svona meistarastykki!..

Við fyrstu hlustun gengur hún hratt yfir sig og veit maður ekkert hvað maður á að segja. En það þarf að hlusta á hana svona 3-4 sinnum til að melta hana vel og komast inní hana til að átta sig á þessari snilld.

Það sem einkennir plötuna í sambandi við hljóm er þetta sérstaka Botnleðju gítar-sánd. Já, ég er að tala um þetta hrái sjúklega flotti hljómur sem Hreiðar nær frá gítarnum sínum. Bassasándið hjá Ragga er hvað.. frekar sóðalegt, og fýla ég það vel. Trommur Halla klikka aldrei og er hann viðurkenndur einn besti trommari landsins!

Lokaorð: Öll platan er greinilega gerð af mikilli vinnu og er óhætt að segja að þetta sé ein besta rokkplata fyrr og síðar. *****/*****

Ég þakka fyrir mig. Þessi plata er fyrir alla.