Árið 1999 stofnuðu nokkrir piltar hljómsveit sem fékk það sniðuga nafn Búdrýgindi. Meðlimaskipti voru mikil á þessum tíma og var hljómsveitin ekki alveg fullmótuð. Árið 2000 kom hljómsveitin fram á Músíktilraunum og gladdi dómnefnd þar og var valin bjartasta vonin þar. Árið 2001 var Músíktilraunafrítt ár hjá þeim en þeir snéru aftur þangað 2002 og sigruðu þá keppni. Stuttu eftir þetta var gefin út plata þeirra sem fékk hið magnaða nafn KúbaKóla.
Platan byrjar á þeirra vinsælasta lagi Sigga La Fó. Þeir sem segja textann við þetta lag slappan eru vitleysingar, þessi texti er alveg magnaður. Ég dýrka þetta lag og þetta er fullkomið byrjunarlag. Gangsta Man sýnir hvað söngvarinn er kraftmikill, öskrar þetta með sinni flottu múturödd. Þeir eru alveg magnaðir á hljóðfærin sín, trommarinn sérstaklega. Spilling er mitt persónulega uppáhald á disknum. Textinn er innihaldsríkur, hljóðfæraleikur er framúrskarandi og söngur er talsvert betri en í mörgum lögum, maður fær alveg gæsahúð í sumum köflum í þessu lagi.
Lagið Spilafíkill sem er 4. lagið á disknum, ég hef alltaf haldið uppá bassan í þessu lagi en söngurinn getur verið betri hjá honum Magga kallinum. Krabadjús á Kanarí er magnað lag, byrjunin er ekkert sérstaklega flott en þegar líður út á lagið verður það flott. “Týndi upp hundaskít og setti oní krús / stal ís, brauði, hnetum og krabadjús” er sérstaklega fyndin lína.
Snobbuð kelling, snobbuð kelling, hættu að þykjast vera kúl! Lagið er sem ég var lengst að læra að meta, samt með slöppustu lögum plötunnar. Buffuð bein í bernesósu er um gamlan kall sem verslar í Týndna Hlekknum og Smash. Ef einhver reynir að bögga hann, þá lemur gamli kallinn hann! Þetta lag er ómótstæðilegt, mæli með því fyrir allar brotnar sálir.
Krókódíla kúrbítur er gott lag (dahh…) Textinn er innihaldsríkur eins og allir textar þeirra. Bassinn í byrjun finnst mér flottur og líka trommurnar. Bakraddirnar virðast vera hljómsveitin Slipknot eða eitthvað. Þetta fjallar um hálfan marsbúa sem er með rússnenskan ríkisborgararétt og lifir á fiskeldi. Mjög kúl lag. Uppþornaður Fíll er magnað lag. Þetta er líklegast eini textinn þeirra sem þeir hafa lagt mjög mikla vinnu í, þó þeir séu allir mjög góðir. Lagið fjallar um mann sem þolir ekki sambýling sinn vegna fíkniefnarnotkunnar hans.
“Þett’er flóðhestur! Fokk fokk fokk” er það sem heyrist fyrst í laginu Íslenskt Indjánapönk. Hef ekki mikið að segja um þetta lag, þó það sé flott. Uxabit er létt ballaða sem fjallar um samband sons við foreldra sem er mjög svalur. Svalt lag eins og söngvarinn og allir hljóðfæraleikararnir. Mjög skemmtilegt lag, sem er ómissandi í partýin. Líka mjög gott fyrir fólk í ástarsorg.
Einkunn: 9,5
Ein magnaðasta plata sem Ísland hefur gefið frá sér og allt stendur frammúr á þessari plötu, hægt er að nálgast Sigga La Fó og Spilafíkill á Rokk.is ásamt nýju lagi að nafni Ósonlagið.
Takk fyrir mig.