
Ég finn þig í fjöru er síðra lag en það fyrra, en textinn gerir lagið betra. Þetta lag er ekki nógu hressandi en maður hlær samt yfir ýmsum köflum. Chicken Chili er talsvert betra lag en Ég finn þig í fjöru. Textinn er síðri en bakraddir og margt fleira hækka þetta lag upp. Fjórða lag, Um&Ó, er þó ennþá betra, enda coverlag frá einum besta gítarleikara sem finnst á jarðríki. Þetta er cover af Tears in Heaven með gítargoðinu Eric Clapton. Textinn er ekkert sérstakur en á sína spretti (“Þarf svo hugarró, nei ég heiti ekki Inga”).
Dagbókin Mín er næstbesta lagið á “plötunni”. Textinn er fyndinn eins og 3g’s bjóða uppá. Það er magnaður öskurkafli í laginu sem enginn annar en Gunnar Jónsson tekur, sem er í ofurbandinu Coral núna. The Incredible Rap Song er algert meistaraverk. Miklu betri rapparar en Eminem, Snoop Dogg og hvað sem allir þessir gaurar heita. Aleinn á jólunum er jólalag. Þetta er bara týpískt jólalag fyrir utan textann sem er miklu betri. Um jólin var þetta eina jólalagið á playlistanum. En þetta lag er bara á fóninum um jólin.
Pýþagórasarreglan er hin fullkomna leið til að svindla á stærðfræðiprófi, maður hægir bara lagið um helming og skellir því í MP3 spilara, ef þannig er við hendi. Þetta lag er með þeim betri á disknum. Ég elska þig er það hinsvegar ekki, en lagið er samt gott. Juicy Jacuzzi er næsta lag. Lagið er það slappasta á disknum, en það er samt alveg magnað. Textinn hækkar það eitthvað.
Endaþarmsmök er lokalagið á þessum 27 mínútna langa disk og það langbesta. Besti textinn, besta lagið, besti flutningurinn osfr. Þetta lag verða allir að eiga, skildueign.
Einkunn: 7