Ensími frá Ensími Hingað er ég kominn í því tilefni að tala um nýjustu plötu Ensími, sem heitir einfaldlega ,,Ensími”. Fyrsta platan, og líklega sú besta, Kafbátamúsík, var algjör snilld og var því erfitt að fylgja eftir henni með BMX, hún er aðeins slakari enn hinar 2, enn samt mjög góð. Ensími er nýjasta plata þeirra og mun ég tala hér um hana.
Þessi plata er mjög velheppnuð og heyrist greinilega að Ensími menn hafa lagt hart að sér að gera öll lögin. Mikil fjölbreytni og mikið rokk. Hún er aðeins tilraunakenndari enn hinar 2 enn það gerir hana bara enn betri. Flest allir ættu að kannast við slagarann “Brighter” sem myndband var gert við og er það einmitt eitt besta lagið þarna. Þess má einnig til gaman getast að það kemur fram í Sparisjóðsauglýsingu.

1.Tito
2.Daois
3.Brighter
4.Yog Hurts
5.Revive
6.Foamlight
7.Mission Holiday
8.Sturmgrass
9.Pattern Song
10.Trakdora
11.Tungen
12.Barcode
13.Mushgrave Story

Uppáhaldslögin mín eru…
Tito – Myndband er í vinnslu við þetta lag hef ég lesið og er það bara frábært þar sem þetta er mjög flott lag. Svona stuðbolti sem kemur manni í gírinn og fer maður að hlakka til að heyra meira svona.
Brighter – Einfaldlega eitt besta lag á plötunni, myndbandið er ekki að síðri endanum. Rosalega grípandi lag, með flottri melódíu og er söngurinn alveg hreynt geðveikur.
Sturmgrass – Þetta lag stendur uppúr finnst mér, einföld og flott melódía, kannski ekki það rokkaðasta á plötunni enn það kemur sterkt inn.
Tungen – Þetta er örugglega lagið sem minnir mig alltaf mest á hinar Ensími plöturnar og er það ekkert leiðinlegt, algert snilldarlag. Massíf gítarriff og rokkað lag fyrir líðinn.

Platan í heild sinni er mjög góð og gef ég henni 8,5 af 10. Mæli endalaust með henni fyrir sanna rokk-unnendur.

Takk Fyrir Mig