Í októbermánuði síðasta árs gáfu eyfirsku eyðimerkurrokkararnir í Brain Police út aðra breiðskífu sína. Þeir gáfu út fyrstu breiðskífu sína sem hét Glacier Sun árið 2000 og stuttu seinna hætti upprunalegi söngvarinn og Jenni tók við. Byrjunarlag plötunar er lagið One Blow, sem er rúmlega mínútu langt intro.
Annað lag plötunnar fékk nafnið Return to the Lovechopper of Destiny á sig. Söngur Jenna og hrár gítarleikur Gulla passa mjög vel saman í þessu lagi, og minnir sólóið helst á Black Sabbath. Rocket Fuel er næsta lag plötunnar og er alveg unaðslegt í hlustun. Truckerinn er alveg á fullu á trommunum og Höddi þarf ekkert að skammast sín fyrir bassann í þessu lagi, fyrsta súperlagið af nokkrum á plötunni (kem til með að segja það oft).
Free Lovin’ Temptress er næsta lag plötunnar. Þetta er 4 mínútna langt lag, spennan í byrjun og instrumental kaflarnir gera þetta lag frábærlega, unaðslega yndislega frábært. Jenni er ekki að spara kraftinn í þessu lagi og Truckerinn kemur með æðislegt trommusóló þegar líður út á lagið. Love Mutha sem er næsta lagið á plötunni er líkt og Rocket Fuel eitt af þessum stórlögum. Eins og með fleiri lög á plötunni minnir byrjunin mig helst á Black Sabbath. Meirihlutinn af laginu er instrumental sem gerir lagið frábært, þar sem hljómsveitin er smellpassar saman, líkt og Led Zeppelin og fleiri hljómsveitir.
Næsta lag plötunnar Dust Volver er eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni. Í þessu lagi minnir söngurinn mig á James Hetfield en hljóðfæraleikurinn á Black Sabbath eins og í tjah, öllum hinum lögunum líka. Spennan í laginu byrjar strax og endist allt lagið, það fer hrollur um mann að hlusta á sólóið í laginu og kröftugur söngur Jenna gerir það ennþá betra. Johnny Babas er næsta lag plötunnar. Lagið byrjar mjög hægt en verður seinna meir þyngra og hraðara. Þetta lag er eitt af súperlögunum á plötunni(segi það um nokkur mörg reyndar, ef ekki öll).
El Duderino er slappasta lag plötunnar en það er alls ekki lélegt, hljómar bara ekki eins vel miðað við hin lögin á plötunni. En gítarriffið hækkar þetta lag í einkunn. Iron Fist er hinsvegar með betri lögum plötunnar. Höddi sannar í þessu lagi að hann sé æðislegur bassaleikari. Annars hef ég ekkert fleira um það lag að segja.
Næstlengsta lag plötunnar kemur svo eftir það, rúmlega sjö mínútna langt lag að nafni The Journey is the Destenation. Lagið minnir helst á Black Sabbath (hmm… hvað er ég búinn að segja það um mörg lög?) vegna þess hversu hægt það er. Grípandi laglínan og mjúk rödd Jenna gerir þetta lag enn eitt af þessum stórlögum á plötunni, maður lifir sig alveg inní lagið. Þetta lag er svo hægt að maður gæti auðveldlega sofnað við það. Womble Dust er hinsvegar lengsta lag plötunnar og einnig uppáhalds lagið mitt á plötunni. Byrjunin minnir helst á afrískt þjóðlag sem breytist í Black Sabbath lag (ekki í fyrsta skipti sem ég minnist á Black Sabbath hérna).
Tvö síðustu lög plötunnar koma beint af smáskífu þeirra Master Brain. Þrettánda lag plötunnar er enn eitt af þessum stórlögum (þau eru orðið nokkuð mörg), með þessu lagi er afsannað að þrettán sé óhappatala, sem segir allt sem segja þarf um þetta lag. Jacuzzi Suzy er hinsvegar lagið sem lét mig fá áhuga á Brain Police. Lagið þekkja flestir og þarf varla að skrifa mikið um það.
Heildareinkunn: 9/10
Frábær hljómsveit sem mun líklegast ná langt, ég mun allavegna kaupa allt frá þeim í framtíðinni.