Komið þið sæl.

Langar mig eindregið að fjalla um þennan spennandi disk sem mjer áskotnaðist á dögunum er prófasturinn í Kambahreppi gaf mjer forláta grip þennan er Sjera Meyfróður andaðist nú um árið. Diskurinn inniheldur átta lög í vandaðri útsetningu Kammersveitar Dalvíkur.

Kammersveit þessi hefur getið sjer góðan orðstír í Dalvík fyrir kröftugan flutning og góðan liðsanda. Hljóðfærin eru tvær lágfiðlur, þrjú selló, mörgæsarbein, bilað kirkjuorgel og óbó.

Lögin eru sem hjer stendur:

1. Í ljúfum lækjarhvammi
2. Sestu hjerna hjá mjer, ljúfan
3. Út í vorið
4. Litlu lömbin þagna
5. Gamli spói, gamli spói keyrir kassabíl
6. Nóttin heið og björt
7. Domine in requiem praeest
8. Litla gula hænan

Platan er tekin upp utandyra, fyrir utan kirkjuna í Skarfavík þar sem Sjera Meyfróður hafði söfnuð sinn. Þar af leiðir að ýmis náttúruhljóð heyrast, einkum eptir lagið “Nóttin heið og björt.” Þar virðist sem spói nokkur gerist ákafur mjög og flýgur vellandi yfir kammersveitinni með tilheyrandi óhljóðum.

Engu að síður er þetta plata skemmtileg og lífleg mjög. Heyra má tóbakssnýtur háværar milli laga enda tók Meyfróður duglega í nefið.

En, aptur að því sem jeg vjek áðan að, diskur þessi er hinn kostulegasti gripur í alla staði. Jeg mæli eindregið með honum við öll tækifæri, hvort sem halda skal í saumaklúbb, hagyrðingamót eða á aðra mannfögnuði.

Takk fyrir mig og megið þið lifa í Guðs friði

Hvurslags