Ég held að núna ættu allir að kannast við hljómsveitina Maus og tónlist þeirra, enn hljómsveitina skipa: Biggi á gítar og söng, Eggert á bassa, Danni á trommum og Palli á gítar. Nýjasta plata þeirra, Musick finnst mér mjög góð og hefur fengið bara þónokkuð góða dóma.
1. a selfish need – mjög kraftmikið rokklag sem þessi plata byrjar á.
2. musick – geðveikt flott lag sem tekur mann í gegnum allann atburðinn að gera tónlist og hvernig tónlist virkar. Miklar og flottar gítar- bassa- og trommupælingar í gangi og ekki er textinn að síðri endanum. Eitt af bestu lögum plötunnar.
3. how far is too far? – einnig þekkt sem “kerfisbundin þrá” á “í þessi sekúndubrot sem ég flýt”. Þessi útgáfa er mun flottari enn mér finnst íslenski textinn betri. Hljóðið er mun betra og þéttara með öllum þessum effektum og þannig heit.
4. my favourite excuse – Nýjasti stórsmellurinn af plötunni, glöggir áhorfendur popptíví og Skjáseins hafa kannski tekið eftir því. Bassalínan í laginu er mjög flott og fær maður þetta lag fljótt á heilann. Gítarinn hefur þennann “reverb(???)” tón sem gerir lagið flottara á allar vegur.
5. if you stay – örugglega eitt af betri lögum plötunnar. Söngur Bigga er í þeim tón sem minnir á svona “passaðu þig, þeir eru að koma”. Enda er lagið aðallega um eitthvað þannig. Bassalínan er mjög töff og smellpassar inn ásamt trommunum, í byrjun er svona hljómborð og allskonar sem kemur sterkt inn og hljómar bara heví vel.
6. emotional morsecodes – mjög flott lag, sammt örugglega síðst uppáhaldslagið mitt á plötunni. Enn hljómurinn í laginu er mjög skemmtilegur, sérstaklega trommutaktur Danna í verse-unum með allskonar “effecta” í gangi til að gera þetta vel.
7. without caution – eitt besta lagið á plötunni og eitt af þessum lögum sem maður fær á heilann, sérstaklega gítar-bassa partinn í byrjun. Lagið hefur þennann ljúfa tón í byrjunar-versinu sem svo breytist í bara hörkurokklag. Alveg rosalegt lag sem ætti að vera þeirra næsti stórsmellur.
8. life in a fishbowl – þetta er bara flott lag. Söngurinn/gítarinn/bassinn og trommurnar smellpassa saman mjög vel og þeim takast að fá út þann hljóm sem fær mann til að trúa að maður sé bara í fiskabúri.
9. replacing my bones – fýlaði þetta lag ekki alveg svona fyrst enn er núna eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni. Lagið er mjög svona í drungalega hljóðinu, bæði tónlistin og söngurinn. Maður verður að hlusta á þetta lag nokkrum sinnum og helstu kunna textann líka til að fýla það almennilega. Hljóð lagsins er svona “paranoid” og “óskiljanleiki”
10. “the whole package” – Mjög gott lag þar sem aðalatriðin eru gott rokk og ekkert annað. Get ekki sagt meira nema þetta lag inniheldur uppáhaldssetninguna mína á disknum… “I’ts like chasing a fly with chopsticks”.
11. glerhjarta – rólegt og fallegt lag, mjög ljúfur söngur með fallegri melodíu sem rennur út lagið með glæsilegheitum.
Musick er fyrsta plata Maus í rúmlega 4 ár. Platan “í þessi sekúndubrot sem ég flýt” var gefin út árið 1999. Söngurinn er á ensku og finnst mér Biggi vera með alveg einstaklega rödd á disknum. Gítarinn, Bassinn og Trommurnar smellpassa saman og var greinilega mikil vinna lögð í öll lögin. Textarnir á plötunni eru magnaðir og velheppnaðir hjá Bigga með enskuna, platan allt í allt er bara góð.
Platan fær 9 af 10 mögulegum, og er þessi plata fyrir alla rokkaðdáendur.