Moonstyx er lítið þekkt íslensk hljómsveit en hún gaf frá sér plötu í fyrra sem nefnist “The day after tomorrow”. Platan er rokkuð með flottum textum sem reyndar eru allir á ensku.
Meðlimir:
Helgi Valur - Gítar og söngur
Þór - Gítar
Baldvin - Hljómborð og gítar
Leifur - Bassi
Halli - Trommur.
Lögin á plötunni eru 12 og eru þau öll áhugaverð. Þau eru sem hér segir:
1. Killing Time
2. Crawling
3. Damage the Dark
4. Emptiness
5. Feels like Waterloo
6. Accept Life
7. Please God
8. Around the Bed
9. Choice
10. How Far We Have Reached in Search of a Truth
11. 4ever 2 Dream
12. Animality
Animality
Fjallar á nihilískan máta um daglegt amstur nútíma lífs. Manninum með stóru M-i er líkt við hund sem á sér litla von um skapandi hugsun. Eins og segir í textanum: ,,Óánægður, ekki svo klár, dáleiddur sér hann ljósið” og er þá átt við firringu mannsins sem lýsir sér í græðgi. Lagið endar svo með því að hann deyr eftir mikla þrautargöngu og ófullnægjandi líf.
Please God
Fjallar um mann sem hefur ekki gengið beina og breiða veginn en er góð sál og biður alvaldið um fyrirgefningu í von um eilíft líf. Hver kannast ekki við að heimurinn bregðist sér?
Damage the dark
Fjallar um ást í sinni sterkustu og geðveikustu mynd. Hvernig ein persóna getur breytt köldu í heitt og vatni í vín. Persóna sem getur stigið inn í óendanlegt myrkur og skemmt það með birtu sinni.
Tékkið líka á: www.moonstyx.com