Sælir hugar

Ég heiti Þorgeir og er tónlistarmaður í hug og hjarta.
Gítar-hæfileika mína hef ég eftir af 10 ára reynslu minni á gítar ásamt 3 ára gítarnámi á klassískann gítar.

Ásamt gítar-hæfileikum er ég mjög góður texta höfundur og bakraddasöngvari.

Góða, tilfinningaríka og fagmannlega acoustic hljómsveit virðist vera erfitt að finna á Íslandi í dag, þannig ég ákvað að skella inn auglýsingu hér á hugi.is til að auka líkurnar á að finna eina þannig.

Ég ætla sleppa því að skrifa ferilskrá mína í tónlist hér niður þar sem ég tel það vera óþarfa eins og er.

Ég er þó að leita mér að fagmannlegri acoustic hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu og þætti vænt um að fagmannlegu hljómsveitirnar sem sæu þessa fyrirspurn hefðu það í sér að senda á mig póst á netfangið thorgeir@ogsvo.is eða skilaboð hér á hugi.is (séu þær í leit af gítarleikara).

Hljóðfæri:
* Yamaha FGX720SCA electro acoustic kassagítar
* 12 strengja electro acoustic kassagítar
* Ibanez G10 rafmagnsgítar
* Bongó trommur, o.m.flr.

Hef lítinn áhuga á að spila í enn einni þungarokkshljómsveitinni, en ég hef mikinn áhuga á blús, acoustic létt rokki… eða jafnvel eitthvað algjörlega nýtt.

Bestu kveðjur
Þorgei
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi