Við félagarnir sömdum þetta jólalag fyrir um ári síðan og sendum í jólalagakeppni Rásar 2, en komumst því miður ekki í gegnum niðurskurðinn. :(

Lögin sem send voru inn voru samt um 200 og aðeins 10 sem komust áfram í úrslit, og okkur skildist á Guðna Má að við hefðum ekkert verið langt frá því að komast í gegn. Lagið var spilað allavega tvisvar, hugsanlega oftar, um jólin á síðasta ári á Rás 2.

Endilega kíkjið á lagið. Myndbandið er ekkert spes, bara slideshow af myndum sem hæfa laginu. En fyrir þá sem að vilja að þá má smella á link hægra megin við myndbandið og sækja lagið, frítt, á heimasíðu hljómsveitarinnar.

Segið hvað ykkur finnst :)

Bætt við 16. nóvember 2009 - 11:02
http://www.youtube.com/watch?v=5j-rqUqVVMM

Gleymdi linkinum :P Kjáninn ég…