Fyrstu sumartónleikar Austurbæjarbíós.

Þann 30 Júní kl 18.00 munu fara fram fyrstu Þriðjudagstónleikar Austurbæjarbíós.
Verður þetta vikulegur viðburður þar sem ungu og upprennandi tónlistarfólki gefst tækifæri á að koma sér og sinni músík á framfæri.
Verður það ekki við amalegar aðstæður þar sem Austurbæjarbíó skartar tignarlegu, stóru sviði og hljóðbúnað á heimsklassa.
Því við munum í sumar fá afnot af sama hljóðbúnaði og notaður er á Arnarhóli þegar vel á við.

Hljómsveitirnar sem fyrstar munu stíga á stokk eru þær; Tamarin/(Gunslinger), Universal Tragedy, We Went to Space, At Dodge City og Draumhvörf.

Svo ekki láta þetta framhjá þér fara.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 18.00 og kostar ekki krónu inn !

Fyrir áhuga sama hljómlistamenn þá hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við; Samfélagið Frumkvæði á www.Frumkvaedi.is eða einfaldlega bara koma við upp í Austurbæjarbíó.

* Uppröðunin á hljómsveitunum er hér eftirfarandi:

18:00 – Tamarin/(Gunslinger)
18:30 – We went to space
19:00 – Draumhvörf
19:30 – At Dodge City
20:00 – Universal Tragedy