Ég veit ekki hvað lagið heitir en ég hélt að það héti Una.

Þetta er gamalt lag sem ég heyrði oft í barnæsku (5-7ára).

Ég man bara eftir plötuspilaranum, grammafóns ýskrinu og suðinu sem fylgdi þessu lagi.

Þetta er einsöngur með píanóundirleik - með karlmanni sem syngur mjög mollað og dapurt.

Kanski rímar textinn oft við una…
… ég man hrynjandann og lítið dapurt smástef sem er spilað allt lagið inná milli… en það hjálpar ekki mikið þar sem ég get ekki textað það.


Fáránlega litlar upplýsingar en ég var að vonast til að einhver þekkti lagið vel. Fann það ekki undir Una á tonlist.is

Bætt við 21. júlí 2008 - 04:11
þetta er ekki barnalag… þetta er mjög tilfinningaþrungið (held ég) og sorglegt en ég er ekki viss um textann.