…að ætlast til þess að fólki splæsi 500 krónum inn á tónleika?
Maður heyrir um það að fyrir 10 árum, og jafnvel 20, að fólki hafi ekki fundist neitt eðlilegra en að greiða kannski þúsund krónur inn á tónleika niðri í bæ þrátt fyrir að hljómsveitin sem það var að fara að sjá væri algerlega óþekkt.
Slíkt gerist ekki í dag. Það virðist eingöngu vera í Hellinum (tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar) sem menn eru til í að borga sig inn, og fer allur ágóði miðasölunnar í að greiða laun fyrir hljóðmann og halda TÞM gangandi.
Tónlistarmenn leggja mikla vinnu í að semja og æfa lögin sín, svo ekki sé talað um tímann sem fer í að læra á hljóðfærið sitt. Hljómsveitir sem eru að spila á tónleikum eru að veita þjónustu, og maður greiðir yfirleitt fyrir þjónustu, eða þá að hún er reiknuð inn í verð vöru sem maður verzlar. Tökum sem dæmi hljómsveitina mína : Við æfum fjögur kvöld í viku, 3-6 tíma í senn, fyrir tónleika tökum við auka æfingar. Við æfum okkur allir heima og öll riff, textar og slíkt er nánast að öllu leyti samið utan æfinga. Þetta þýðir að í hverri viku eyðum við allt upp í 40 klukkustundum í “vinnu” fyrir hljómsveitina. Við fáum yfirleitt ekkert greitt fyrir tónleika, en við höfum fengið hið gífurlega rausnarlega boð “3 bjórar á mann”. Það finnst mér ömurlegt tímakaup! Og við þorum ekki að rukka inn, vegna þess að það þekkir okkur enginn, og þá myndi enginn koma nema bara vinir okkar.
Því bið ég ykkur um að ímynda ykkur eftirfarandi aðstæður :
Einhverjar tvær nánast óþekktar hljómsveitir eru að spila á Grand Rokk og það kostar 1000 krónur inn? Vinur ykkar er búinn að sjá aðra hljómsveitina og segir að þeir séu mjög góðir. Myndir þú borga þig inn?