Mér finnst platan æðisleg í heildina. Einhversstaðar las ég að hún væri “sólargeisli úr óvæntri átt”, ég er svo sammála! Stemmingin er svo mikið eins og íslensk sumar, allavega eins og ég upplifi það.
Gobbledigook, Inní mér syngur vitleysingur og Við spilum endalaust eru skemmtilega öðruvísi, en samt svo mikið Sigur Rós. Maður finnur nærri því lyktina af ferðalögum um Ísland, sérstaklega í því síðastnefnda.
Ára bátur og Illgresi finnst mér ótrúlega falleg. Illgresi er með fallega laglínu. Ára bátur er bara snilldarverk sem ég fæ gæsahúð og kökk í háslinn af því að hlusta á. Laglínan í byrjun er falleg, seinni parturinn er “stór”, svo breitt og magnþrungið sánd :) (get ekki útskýrt það öðruvísi :P)
Festival er samt í uppáhaldi hjá mér. Söngurinn í byrjuninni er svo hreinn og fallegur, hef aldrei heyrt þetta hjá honum áður. Svo kemur öðruvísi kafli sem er alltaf eins, en fer samt stigmagnandi, sem mér finnst alveg geðveikt. Hann er mjög taktfastur, alltaf spilað á hverju slagi. Mér finnst sérstaklega flott í hluta af þessum parti þegar bassinn er alltaf eins, en allt hitt skiptir um tón. Mér finnst alltaf svo flott þegar þetta er gert. En svo koma allt í einu öðruvísi trommur, sem mér finnst æðislegar! Það er alveg toppurinn á laginu.
Jább, ég hef fengið tíma til að hugsa um þetta í vinnunni :P