Withered - Lilja
Stjörnur skína bjartar í nótt,
líkt og þúsund skínandi tár á næturhimni.
Þessi nót er sú nótt sem mun færa mér yfirvöldin.
Þeir gráta… englar Guðs í paradís!
Ég sé björtustu stjörnuna falla,
hún fellur í átt að mér.
Ég finn mátt minn aukast.
Ég finn sál mína styrkjast.
Ég er hér, einn með mínum eina vini,
nóttinni, henni ég get tryst.
Trú mér hefur hún verið.
Hún opnar sér fyrir mér.
Aðeins hún getur tendrað mitt sálarbál.
Því ferð mín virðist eilíf, mín leit er eilíf.
Stjarnan fellur áfram í mína átt.
Það er sem himinn opnast
og út kemur hún, hvítklæddur engill.
Kominn til að hleypa mér inn á ný?
Svo falleg rödd hvíslar í huga mínum.
Varir hennar hreyfist ei…
“Ekki vera hræddur, þú ert ekki einn.
Ég skal gæta þín á þinni leið.
Höfuð skaltu bera hátt
og þú munt finna himnaríki!”
Hún hverfur á braut hins mikilfengna himins.
Hún er það eina sem ég sé.
Enn á ný er ég einn og yfirgefinn
reikandi um myrkrið sem blindur væri…
Sálarró tekur yfir líkama minn,
aldrei hef ég verið jafn ákveðinn.
Ríki himnanna verður mitt!
Hvað er nafn þitt?
Sólstafir - Til Valhallar
Til Valhallar
(Óðinn:)
heyri ég Heimdall
í horn blása,
gyllt gjallarhorn
gestum fagnar.
Regnboginn skelfur;
skrefhörðum mönnum
bifrastar brú
brakar undir.
(Heimdallur:)
Sem vörður Valhallar
ég vara yður:
Fylkjast hingað
fræknar hetjur.
Bjóðið bekki
og borð hlaðið!
Öl berið inn,
Óðinn fær gesti.
(Óðinn:)
Framtíð þjóðar
fæddist með yður,
sem fórnuðu lífi,
en lifið þó
í eilífum sóma
afburðarmanna.
Velkomnir, vinir…
Valhallar til!!!
Sólstafir - Í Blóði og Anda
Trúin á guðina, fylgjendur siðanna
sannsemi sjálfs síns, hreinskilni og tryggð.
Afrakstur vopnadauða, ei sigur né tap.
Samkoma jafningja í blóði eða anda,
í Ragnarökum berjast, uns enginn mun standa.
Eftir dauða ávalt velkomnir í hátíðarhöld,
ei sól né máni, dagur né kvöld.
Kristur svo kom og tók öll völd.
En ei hafa allir fallist á hans trú,
haldist sjálfum sér sannir, nú fram á 20stu öld.
Þrjóskan við kristni dofnar en helst,
ei sjá þeir blekkinguna sem í henni felst.
Trúin á guðina, varðveiting siðanna
mun koma á ný, með krist farin fyrir bý.
Til fullt af frábærum íslenskum textum ef maður bara leitar í þungarokkinu.