Ég er að fara að gera verkefni í listaáfanga þar sem ég á að velja texta og taka 8 mynda seríu við hann. Mig langar að nota íslenskan texta en þekki eiginlega ekki marga, engan sem mér dettur í hug sem ég gæti notað. Ég er þannig að ég hlusta yfirleitt ekki á textana í lögum heldur tónlistina.

Dettur ykkur eitthvað í hug? Eitthvað myndrænt. Eða bara uppáhalds textinn ykkar? :)