Fann allavega textann á
http://lindalea.blog.is/blog/lindalea/day/2007/12/18/.. :
Á langferð um heimanna himinhvel víð
heimsótti geimfari oss forðum tíð.
Og loks sást úr skipinu lágreistur bær,
það ljómaði sem væri þar - stjarna skær.
Hann fór þangað niður sem fjárhúsið var,
þar sem frumburðinn móðir í örmum sér bar
því hann vissi að þarna var veröldu fædd
von sem var alsaklaust barn. - þau urðu hrædd.
,,Jarðarfólk, óttist eigi.“ hann bað,
,,ég er aðkomumaður frá fjarlægum stað
sem fagnaðarerindi færi í nótt.”
og hið fegursta lag tók að hljóma - svo blítt og hljótt.
Og sungið: La, la, la…
kærleika kynnist á jörð
hvert lítið barn.
La, la, la
Þá engilblíð tónlistin ómaði hátt
og undrandi fólk tók að streyma að brátt
því skipið sem hátt yfir höfði þeim beið
var himnesk, glóandi stjarna - og lýsti leið
Er morgnaði ókunni maðurinn kvað:
,,Ég má til að kveðja og halda af stað.
Er tifað hér hjá hafa tvöþúsund ár
mun tónlistin hljóma á ný - við saklaus tár."
Og sungið La, la, la…
Þá tónlistin hljómar á ný - við saklaus tár.
Og sungið: La, la, la…
Kærleika kynnist á jörð
hvert lítið barn.
Núna bíður heimurinn þess að heyra lagið á ný.
Og hinir útskúfuðu bíða í ofvæni.
Einhvers staðar er stjarna á sveimi óravíddunum í
og söngurinn hljómar á ný
við saklaus tár.
En veit ekki hvar maður finnur lagið… er að reyna að leita.