Hún er skemmtileg og góð að mínu mati. Aftur á móti er hún svo róleg að ég get ekki hlustað á hana hvenær sem er, bara ef ég er að fara að húka upp í rúmi/horfa á sjónvarpið eða bara chilla eitthvað.
Ég átti bara Takk og fannst hún mjög góð, keypti mér síðan Ágætis byrjun út af pressu frá vinum og hún var alveg mind-blowing þegar ég hlustaði á hana í fyrsta skipti.
Tja þetta er svo róandi tónlist.Og kemur mér mjög oft í gott skap. :) En engin af vinum mínum fílar hana svo ég get ekki hlustað á Sigur Rós með þeim :/
EIn besta íslenska hjómsveit frá upphafi, ég man nú í gamla daga þegar ég sagði nákvæmlega það sama um hana og þú en þegar maður hlustar á plöturnar þá byrjar maður að elska þær, einnig með björk, múm og megas og svona…. þú þarft bara að hlusta á þetta…. maður þroskast uppúr því að hugsa svona þröngsýnt…
Að mínu mati er sú sveit sú besta sem Ísland hefur getið og með þeim bestu sem þessi veröld hefur uppá að bjóða. Þessa tónlist get ég nánast alltaf hlustað á hvort sem er til slökunar eða ekki. Einfaldlega frábær sveit.
Góð tónlist. En virðist alveg fara með suma að heyra í þessu. Held það fari að miklu leiti eftir því hversu mikið dálæti þú hefur á tónlist hvort maður geti hlustað á tónlist sem er óvenjuleg og flókin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..