Áðan endaði fyrstu undanúrslit á Músíktrilraunum 2007 og hljómsveitirnar sem spiluðu voru:
Davíð Arnar - 11 manna hljómsveit úr Hafnarfirði, ein úr Mosfellsbæ reyndar.
Fúx Frá - 4 manna band sem spilar pop/rokk
Magnyl - Fáránlega fjörug og skemmtileg punk/rokk hljómsveit úr Garðabæ
NÓBÓ - 3 manna band úr Höfn í Hornafirði.
Kynslóð625 - Skemmtilegt band úr Ólafsfirði, 5 drengir og einn kvenmaður sem spilaði reyndar ekki.
Eldborgir - Black metall band úr Reykjanesbæ, efnilegt en skrítinn náungi með gasgrímu og emo gaur voru á sviðinu að gera eitthvað sem ég skyldi ekki.
NoneSenze - Rokkband úr Breiðholtinu.
Hestasveitin - Sveitalegt band úr Reykjavík sem klæðist skemmtilegum fötum.
Svo var ein hljómsveit sem heitir Burning Churches sem átti að spila en hætti við rétt fyrir og var hún samt á dagsskránni.
Hljómsveitirnar spiluðu í þessari röð og skemmtilegast fannst mér Magnyl og Loobyloo og það var líka mjög gaman að horfa á Eldborgir spila. Ég skil reyndar ekki afhverju það voru tveir náungar á sviðinu, einn með gasgrímu og annars mjög “emo” að standa bara þarna og hrista smá í takt við tónlistina. Aðrar hljómsveitir eins og Fúx Frá og Kynslóðin var líka gaman að horfa á.
Davíð Arnar var mjög eftirminnileg, þar sem það voru 11 manns að spila og gaman að því að allt er samið af einum manni, Davíð Arnari sjálfum sem hljómsveitin er skýrð eftir.
Það endaði svo skemmtilega með því að hljómsveitirnar Loobyloo og Magnyl komust áfram, mér fannst þetta vera mjög sanngjarnir dómar.
Bætt við 19. mars 2007 - 23:43
Sorrý gleymdi Loobyloo, þeir voru frábærir.