Nú er þriðja lagið komið í útvarpspilun og að því tilefni er það komið á myspace. (www.myspace.com/telepathetics

Lagið ber heitið Spyroglide.

Og já.

Við verðum að spila á Gauki á Stöng föstudaginn 13. oktober með fullt af frábærum böndum (Leaves, Dikta, Ske, Múgsefjun, Wulfgang) Það kostar 600 kall inn og fylgir einn ískaldur með. Húsið opnar 20:00 og byrja herlegheitin 21:00

Svo er að koma uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna. Iceland Airwaves. Eitt stórt partý með fullt af skemmtilegu fólki og fullt af frábærum hljómsveitum.
Við komum til með að spila á miðvikudagskvöldinu á Gauki á stöng. Við byrjum klukkan 21:00 en mæli með að fólk verði komið um 20:00 svo það missi ekki af Cynic Guru og Noise.
Hin böndin sem spila eru svo hvor öðrum betri (Dikta, Hoffman, Númer núll og amerísku sprelligosarnir í We are Scientist)

og…..

Platan okkur er ennþá til í öllum betri verlslunum.
Næst þegar þið gangið fram hjá plöturekka væri tilvalið að skima eftir plötu með svörtum bakgrunni og þrem kössum sem líkjast sjúkrabílaljósum (Rauður, hvítur og blár) enda heitir platan Ambulance.

Kær kveðja