Í þínum sporum myndi ég senda smekkleysu e-mail um þessa hljómsveit.
Smekkleysa náttúrulega var upphaflega batterý í kringum Sykurmolana og Björk Guðmundsdóttir var náttúrulega í Tappi Tíkarrass. Ég veit allavega að þau gáfu út tvo diska en þau hættu árið 1983.
Þau gáfu út “Bítið Fast í Vítið” árið 1982 og svo gáfu þau út “Miranda” árið 1983. Svo komu þau framm á “Rokk Í Reykjavík” (1982 /1993), “Örugglega” (1983), “Tvær Í Takinu” (1984) og “Nælur” (1998) og ég held að ég fari með rétt mál að þau hafi gefið út “Mirinda” með einu aukalagi en ég veit ekkert hvenar það var.
En eins og ég segi þá skaltu hafa samband við Smekkleysu, þau gætu kanski vitað hvar þú gætir nálgast efni með Tappi Tíkarrass.
Gangi þér vel.