Hann semur mjög góða texta og ég skora á þig að lesa þá, þeir eru EKKI líkir.
Þú hlustar greinilega mjög lítið á hann svo þú veist í raun voða lítið um hvað þú ert að segja og dæma. Menn verða kynna sér hluti áður en þeir dæma þá, það er allavega mín reynsla.
Hann er einn af fáum tónlistarmönnum á íslandi sem er ekki farinn á erlendan markað sem lifir eingöngu á tónlistinni sinni. Reyndar er hann líka að vinna í Idolinu en eitt er víst og það er að hann er sá tónlistarmaður sem þénar mest á sinni tónlist.
Ekki fyrir svo löngu voru þær sögusagnir um hversu mikið hann fékk fyrir samning sinn við Sjóvá og í því sambandi var talað um frá 50-200 milljónir íslenskra króna.
Hversu margir fylla þjóðleikhúsið 4-6 á tveimur dögum?? Ekki margir!
Hefur þú spáð í því hversu margir hafa tekið lög eftir Bubba á sínum plötum? Tja þeir eru þó nokkrir, í fljótu bragði má nefna Papana, Á móti Sól og Hera svo fáeinir séu nefndir.
Ég er vissulega litaður af því að vera Bubba áhugamaður eða sem sagt hafa áhuga á hans tónlist. Maðurinn er vissulega áhugaverður líka en ég er mjög oft á móti honum og með þannig að ég er fyrst og fremst stuðningsmaður tónlistar hans og hans sem söngvara.
Sagt hefur verið að hann eigi líka jafn mikið af óútgefnu efni eins og hann hefur gefið út og þá er átti við upptekið og klárt.
Annars er þetta bara smekks atriði, sumir vilja þetta og aðrir hitt. Miða við það sem þú segir hér á undan er að þú viljir að Sigur Rós vinni öll verðlaun sem eru í boði líka í þeim flokkum sem þeir eiga ekki heima, er það ekki fremur mikil þröng sýni?
Ég veit ekki en eitt er víst og menn sem leggja sig fram um að gera góða íslenska tónlist eiga viðurkenningu skilið.
Eitt að lokum sem mig langar að vita ef einhver hérna veit, hefur Megas hlotið íslensku tónlistarverðlaunin einhvern tíman? Hann er maður á sama stalli og Bubbi, hefur gefið af sér ótrúlega mikið efni sem mun vera til um aldur og ævi.
Ég veit nefnilega alveg um hvað ég er að tala, annars færi ég ekki að segja eitthvað svona. Ég hef prófað að hlusta mikið á Bubba, pælt í lögunum, textunum, útsetningunum og fleiru. (kannski ég ætti að taka það fram að ég er ágætlega menntaður í tónlist… þó það skipti örugglega engu)
auðvitað meinti ég það ekki í orðsins fyllstu merkingu að Sigur Rós hefðu átt að vinna allt, þar sem það er eiginlega ekki mögulegt (t.d. í flokkunum söngkona ársins, jazzplata ársins og þess háttar)
annars minni ég þig á það að íslensku tónlistarverðlaunin hafa einungis verið afhent síðan 1993, og sífelldar breytingar eru á þeim frá ári til árs. þau eru ekki beint það besta heldur til að gefa til kynna íslenskan tónlistarheim, þó umsjónarmenn þeirra geri vafalaust sitt besta.
0