Nú er ég brjálaður.
Ég er öskuvondur og búinn að fá mig fullsaddan af fégráðugum bjánum sem gera allt til þess að græða aðeins meiri pening og traðka svoleiðins á manni til þess að fá þá. Þegar Bubba diskarnir “Ást” og “Í sex skrefa fjarðlægð frá paradís” komu út núna í sumar, þá fór ég strax og keypti þá báða, enda hef alltaf verið mikill Bubba aðdáandi og á alla hans diska og mikið af vinil plötum líka.
Núna er hinsvegar að koma út pakki fyrir jólin sem inniheldur báða þessa diska og dvd disk um gerð diskana, þegar Bubbi og Barði í Bang Gang voru út í Frakklandi að taka þá upp.
Sem mikill Bubba áðdáandi langar mig mikið til að eignast þennan dvd disk, en eina leiðin til þess er að að kaupa aftur diskana sem ég nú þegar hef keypt.
Þetta er nátturulega ekkert annað en ömurleg sölubrella til þess að hafa aðeins meiri pening út úr fólki.
Ég hef ekki efni á að kaupa mér diskana aftur til þess eins og fá dvd diskinn.
Ég er engan veginn sáttur við svona vitleysu og fær mann algerlega til þess að missa allt álit á mönnum sem standa á bak við svona vitleysu.
Ég skora bara á Bubba og þá sem koma að útgáfu á þessum diskum að setja Dvd diskinn í búðir einan og stakan og ég skal kaupa hann þannig, og svo geta þeir sem kaupa báða diskana fengið hann sem viðbót með pakkanum.
Ég segi nú bara, þetta er þakklætið sem maður fær fyrir að vera sannur Bubba aðdáandi og kaupa diskinn hans um leið og hann kemur út.
Ef manni verður hinsvegar gefinn séns á að fá dvd diskinn ánþess að þurfa að kaupa hina diskana aftur, þá tek ég þetta til baka og þeir munu eiga hrós skilið.