Ég er ekki alveg viss, ég held að það sé svo góður markaður eins og í til dæmis mið Evrópu og svona þar sem að þessir listamenn eru sem vinsælastir.
Annars er ég mikill aðdáandi múm, Sigur Rósar og hef verið að hlusta mikið á Mugison og finnst í raun bara fínt að það séu ekki margir sem hlusta á sömu tónlist og ég.
Já..en ég hef oft verið að pæla í því að fólki finnst þetta vera svona “ekta íslenskt”…en hvað er svona íslenskt…jú ég veit að hljómsveitirnar eru frá Íslandi og allt það…en ég veit ekki…er tónlistin eitthvað dæmigerð íslensk? Ég hef ekki hlustað á Mugison og Múm.. svo ég veit ekki með þau…En allavega finst mér Björk og Sigur Rós mjög flott tónlist…:)Mjög íslenskt…hehe ég veit ekki…
Aðalástæða þess að þessar hljómsveitir eru að gera það gott útí heimi (ég myndi vilja bæta Björk á þennan lista líka) er því þessir listamenn eru frumlegri en margir aðrir, þeirkoma framm með nýjar pælingar (sem þei eru þó ekki að finna upp því þessar pælingar hafa komið framm í öðrum mun eldri tónverkum þótt ég get ekki nefnt dæmi).
Þessar hljómsveitir stjórnast ekki af hlustandanum heldur vilja þær svolítið móta hlustandann.
Held að íslenska tónlistarsviðið sé bara mikið á undan öllum öðrum:D Íslenska tónlistinn er bara svo “original”… Kannski er það bara þess vegna að það sé svona vinsælt…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..