litlu jól rafreykjavikur á gauknum 14 des hó hó hó

jólin koma jólin koma og Rafreykjavik er með í því húllumhæi og býður til litlujóla á gauk á stöng næstkomandi miðvikudag 14 des. kl:22:00 þar verða öll helstu jólabörnin úr electrogeiranum,verður þetta fyrsta af vonandi mörgum tónleikum sem við munum standa fyrir með íslenskum artistum.Enn annars er það að frétta að föstudaginn 13.jan. verða það snillingarnir i Modeselektor<a href="http://www.modeselektor.com“>modeselektor</a> sem munu koma og tryllla lýðinn á Nasa og svo 3. feb verður það kempurnar úr Funkstörung<a href=”http://funkstorung.com/“>funkstörung</a> sem munu heiðra okkur með tónum sínum á Gauknum og hafa þeir lofað því að sprengja alla mæla og svo loksins loksins verður það hann Luke Vibert sem mun koma á nasa 17 mars,það verður tryllt og ekki orð um það meir. Sem sagt nóg að gerast eftir áramót hjá okkur rafbrjálæðingum.

jæja þá er það lineup-ið á miðvikudaginn sem er ekki að verri endanum

Adron

ættu einhverjir að vera farnir að kannast við og ef svo er ekki þá mæli ég með því að þið kíkið á heimasíðuna þeirra <a href=”http://adronmusic.net/“>adronmusic</a>Þeir eru nýlega komnir frá Copenhagen og Tokyo þar sem þeir dáleiddu viðstadda með sinni einstöku hljóðskúlpturum.

Árni Briem

sem hefur verið í hljómsveitinni Delphi til margra ára er meðal annars ábyrgur fyrir Móra og vann líka mikið með Quarashi á þeirra seinustu plötu. nú ætlar hann að leggja hiphop á hilluna og leyfa okkur að heyra það sem hann er að dunda sér við þegar hann er einn og óstuddur og get ég lofað ykkur chillout electroi af fyrsta gæðaflokki líkt og nóatúns hamborgarahryggurinn

Biogen

the man the legend the myth já hann biogen mun koma og setja okkur inní sína skrítnu og brotnu hljóðheima og ef þú þekkir ekki biogen þá býrðu annaðhvort í helli eða ert buin að
vera lokaður af mommu þinni niðrí kjallara síðan ”95. mæli með síðunni hans þar sem er hægt að downlaoda slatta af lögum frá honum.
<a href="http://mutilyn.com/“>mutilyn</a>

Plat

þeir hafa verið að gera stormandi lukku beggja vegna atlantsála með plötunni sinni Compulsion og ef þið hafið ekki séð þá spila live þá hafiði misst af miklu hrein og bein gæsahúð allan tíman, líkt og The who hefði hent gíturunum sínum og keypt sér heilt geimskip af synthum samplerum hátolurum sem hægt er að tromma á og allskonar weird ass drasli þeir ná að vera original enn samt svo góðir
<a href=”http://platmusic.com/“>platmusic</a>

Aggi Aggzilla

Agzilla ættu flestir að þekkja, maðurinn á bakvið b-hliðina og elf 19 og það mætti þakka honum fyrir breakbeat sprengjuna hér á íslandi níunda áratugnum. Hann hefur aðalega verið dj enn hefur nú snúið sér að tónlistarsköpun og með framúrskarandi árangri og er væntanleg EP plata frá honum á ekki minna labeli enn Metalheads og verður hann fyrsti non D&B artistinn til að gefa þar út. mun hann spila tónlist af væntanlegri plötu sinni. þetta er debut framkoma hans hér á íslandi ef ekki heiminum og verður gaman að sjá það, ég hef heyrt þessa plötu og ef það er vottur af tónlistaráhuga i beinum þínum viltu ekki missa af þessu.
<a href=”http://metalheadz.co.uk/“>metalheads</a>

DJ Jóli

Dj Jóli er mættur í bæinn eftir að hafa eitt öllu sínu lífi upp á Esju að rífast við mömmu sína hann var næstur í röðinni að verða jólasveinn enn gerði uppreisn og segist ætla að verða plötusnúður. við erum svo góðir strákar að við leyfum honum að fljóta með til að setja smá jólastemmningu í þetta. Hefur hann lofað að taka White christmas og jólasveinar ganga um gólf í remixi frá frænda sínu honum rafsveini.

eins og fyrr sagði þá er þetta klukkan 22:00 og ég vill taka það fram að þá byrja fyrsta settið boozið verður á jólapríz á barnum í boði dj jóla

to sum it up

miðvikudagurinn 14. des.
kl.22:00
Gauk á stöng
500 kr

DJ Jóli
Plat
Biogen
Árni briem
Adron


massastuð hallelúja og heims um ból



<a href=”http://rafreykjavik.01.is/">rafræn reykjavik</a