Tilburi heldur tónleika á Grandrokk fimmtudaginn 7 október, ásamt Dýrðinni og Númer Núll.
Tilburi er nýlega komin úr löngu fríi, en sú sveit var aktív hér á árum áður og sást oft spila með böndum úr F.I.R.E. genginu, eins og Curver, Púff, Stilluppsteypu og Kolrössu Krókríðandi. Þeir gáfu út eina sjö tömmu 1994, með laginu Rough Life, og áttu lög á safnspólunni góðu Strump 2.
Dýrðin er band á uppleið sem er að huga að útgáfu. Tónlistin þykir minna nokkuð á teiknimyndir og/eða tölvuleiki eða jafnvel The Cure.
Númer Núll ku spila hávaða, sem er gott.
<img src="http://www.mmedia.is/maggih/tonleikar/tonleikar_grandrokk_7_okt_print_clint_small.jpg"