Var að kíkja hingað inn í fyrsta sinn og verð bara að mæla með þeim íslensku lögum sem eru mest í spilun hjá mér þessa daganna:
Á móti sól - Djöfull er ég flottur
Á móti sól - Á þig
Skemmtilegir taktar í báðum lögum, þótt ólíkir séu. Svo eru flottir textarnir. Mér finnst aðalkosturinn við íslenska tónlist að það er skemmtilegra að raula lögin :) Hafði alltaf lítið álit á þessari hljómsveit, en þessi tvö lög hafa breytt því.
Sólstrandagæjarnir - Rangur maður
Þetta er með betri útilegulögunum ;)
Papar - Syrpa í Moll
Klassískir textar teknir og settir saman í fjörugt lag ;)