Ég skellti mér á mínus tónleika í verkmenntaskóla akureyrar í vikunni þar sem hljómsveitinn múskat hitaði upp. Múskat stóðu sig vel svo sem og það var gaman að sjá kvennmann á bassa, sérstaklega þar sem hún var nokkuð fær. Nirvana er greinilega búin að hafa áhrif á þessa hljómsveit og þá sérstaklega í söngnum. Þeir minna, að mínu mati, svolítið á botnleðju á yngri árum. Þetta er hljómsveit sem gæti þróast út í eitthvað skemmtilegt. Þegar þeir voru búnir að taka sitt program sem var blanda af frumsömdu og cover lögum stigu mínus menn upp á svið. Það er svo sem ekki hægt að segja neitt slæmt um þessa stráka í mínus. Stóðu sig vel eins og alltaf með alvöru ber að ofan stemningu. Verð nú samt að segja það að ég hef séð þá betri. Versta var áður en þeir stigu upp á svið, þegar þar varð einhver miskilingur um nafn upphitunar hljómsveitarinnar og kölluðu þá múslí.
Ef þið hafið eitthvað að bæta við eða eitthvað endilega látið heyra í ykkur.