Birgitta Haukdal er söngkona Írafárs og hún er talin eini kvenmaðurinn í hljómsveitinni. Birgitta er fædd og uppalin á Húsavík. Þar bjó hún þar til að hún varð 18 ára ásamt foreldrum sínum og tveimur systkynum. Birgitta byrjaði að syngja ung að aldri, hoppandi í rúminu sínu með klósettrúllu sem míkrafón hehe. Hún söng á jólaböllum og barna skemmtunum á Húsavík og eftir það tók Söngkeppni framhaldsskólanna við þar sem hún tók þátt fyrir hönd Framhaldsskólans á Laugum og stóð sig mjög vel. Eftir það lá leiðin á Broadway þar sem hún tók þátt í hinni frægu Abba sýningu sem sló í gegn í tæp þrjú ár.Einnig má taka fram að Birgitta og Hanni eru hætt saman síðast eg vissi en eg veit ekki hvort þau hafa tekið saman aftur.Hún tók þátt í grease nuna fyrir stuttu og lék þar Sandy og lék með Jónsa í svörtum fötum og hann lék Danny.Ég fór á þetta leikrit og mér fannst gegt flott :D Mér finnst Birgitta gegt flott og töff manneskja og mér finnst hún syngja bara mjög vel.Sumum finnst hun vera frekar fölsk en það finnst mér ekki.Hun tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision og lennti í 9.sæti og mér finnst það bara fínt hjá Birgittu.


Hérna fyrir neðan er viðtal við Birgittu Haukdal :D

Nafn: Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir
Heimili: Reykjavík
Bifreið: Renault Megane II
Stjörnumerki: Ljón
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Will & Grace, Ally MacBeal
Uppáhalds matur: Ekkert jafnast á við Jólasteikina hennar Mömmu…mmmm…
Uppáhalds litur: Blár
Uppáhalds Tískuvöruverslun: KISS í kringlunni, langflottust.
Áhugamál: Tónlist, útivera, góður matur og íþróttir.
Uppáhalds Bíómynd: Dumb and dumber
Besta sem þú veist: Að fara eiga rómantíska stund með Hanna og hitta fjölskylduna mína á Húsavík.
Lífsmottó: Brostu framan í heiminn þá mun heimurinn brosa framan í þig.
Sefurðu í náttfötum: hí hí … segi ekki.
Hvernig lýsirðu sjálfri þér: Hhmm… Glaðlynd, fjörug, frek (ég er nú ljón) og með stórt hjarta. ( já og auðvitað hrikalega sterk….he..he)