ÓLAFUR ARNALDS + HUDSON WAYNE

MIÐASALA ER HAFIN Á MIÐI.IS OG Í SALNUM, KÓPAVOGI : http://midi.is/tonleikar/1/5809

HÚSIÐ OPNAR KL 20:00. HUDSON WAYNE BYRJA KL 20:30
MIÐAVERÐ: 2000KR Í FORSÖLU


—–

Í tilefni af útkomu plötunnar Found Songs hyggst tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds halda sérstaka útgáfutónleika í Salnum, Kópavaogi, þriðjudagskvöldið 22. desember. Húsið opnar kl. 20 og miðaverð er aðeins 2.000 krónur.

Um upphitun sér hin mjög svo frambærilega hljómsveit Hudson Wayne. Sveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2005, The Battle of the Bandidos, við mikið lof og hefur pressan eftir nýju efni alltaf aukist og aukist. Sveitin hefur hins vegar látið lítið fyrir sér fara undanfarin misseri og það er því fagnaðarefni að þessi magnaða sveit sé komin aftur á stjá.

Ólafur sjálfur hyggst síðan tjalda öllu til á tónleikunum, og flýgur m.a. hingað til lands tæknifólki sem hann hefur starfað með á tónleikaferðalögum erlendis. Einnig hefur Ólafur bætt við meðlimaskipan sína á tónleikum, og því verður þetta stærsta umgjörð sem Ólafur hefur smíðað í kringum tónleika hérlendis.

Ekki er langt síðan að Found Songs kom út hér á landi. Platan kom út fyrir þónokkru síðan utan Íslands á vegum Ereased Tapes en það er Ólafur sjálfur sem sér um útgáfuna hérlendis. Afkimi annast hins vegar dreifingu.

Found Songs er sjö laga stuttskífa með merkilega sögu sem hófst í apríl á þessu ári. Þá hóf Ólafur gerð lagaraðar, Found Songs, þar sem ætlunin var að semja sjö lög – eitt á dag í viku - til að halda listsköpun sinni gangandi og nýta hugmyndir sem ekki höfðu náð að rata á fyrri plötur hans. Verkefnið var óvenjulegt á marga vegu, til dæmis voru lögin afhjúpuð og gefin frítt til niðurhals samstundis og þau voru fullkláruð í gegnum vefsíðuna Twitter, prýdd list frá aðdáendum Ólafs í gegnum myndasíðuna Flickr. Á endanum höfðu rúmlega 100.000 manns halað verkefninu niður.

Platan hefur nú þegar fengið afar lofsamlega umfjöllun hjá helstu tónlistarmiðlum heimsins. T.d. sagði Drowned in Sound að platan væri fallegasta verk Ólafs til þessa og gaf henni 8 af 10 mögulegum ásamt því að tímaritið Uncut gaf plötunni 4 stjörnur af 5 mögulegum og sagði hana glæsilega.


—————-


"ekki er um að villast að Ólafur Arnalds er kominn í fremstu röð [...] afraksturinn er magnaður og platan í einu orði snilld" - 4,5/5
MORGUNBLAÐIÐ

‘Gorgeous, on-line chamber-glitch success’ - (4/5)
UNCUT

'His most beautiful and beguiling creature yet' (8/10)
Drowned In Sound

'The best piano record of 2009. The return to the essence' -
DE:BUG (DE)


'Rare is the modern composer that edges above and makes classical music cool, yet Ólafur Arnalds does so with grace and simplicity. In Found Songs, Arnalds has effortlessly and skillfully produced a timeless work of art.'

FensePost (US)

'It is a major piece of work in its own right, and deserves to be recognised as nothing less.' (4.6/5)

The Milk Factory

'Still his music almost seems to be a bit too perfect'
(9/10)
Soundmag (DE)

17. sæti yfir plötur ársins hjá Milk Factory
37. sæti hjá MusicOMH


<object width=“560” height=“340”><param name=“movie” value="http://www.youtube.com/v/mYIfiQlfaas&hl=en_US&fs=1&“></param><param name=”allowFullScreen“ value=”true“></param><param name=”allowscriptaccess“ value=”always“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/mYIfiQlfaas&hl=en_US&fs=1&“ type=”application/x-shockwave-flash“ allowscriptaccess=”always“ allowfullscreen=”true“ width=”560“ height=”340"></embed></object